Heimsklassa tilþrifum Arons Pálmarssonar sturtað niður.

Aron Pálmarsson skoraði 12 mörk, flest hver af hreinni snilld, og átti 8 stoðsendingar, flestar í sama klassa í leiknum við Norður-Makedóníumenn í kvöld. Hvílík unun að horfa á þessa  heimsklassaframmistöðu. 

Önnur skoruð mörk íslenska liðins voru 13 og á venjulegu kvöldi hefðu 33 skoruð mörk átt að nægja til sigurs auk þess sem að íslenski markvörðurinn varði vítakast á síðustu sekúndunum.

Það er ekki hægt að sjá eftir að hafa horft á þetta í kvöld og njóta þess, en, - 

en, -  

þess sárara var það, að þessu var öllu sturtað niður í klósettið með ömurlega grátlegu tapi, sem þar að auki var fyrsta tapið hjá landsliðinu í svona móti á heimavelli í 13 ár.

Því miður verða þær ófarir auk síðustu mínútu leiksins það sem á eftir að verða munað úr þessum leik.   


mbl.is Dramatískt tap á síðustu sekúndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem gerði líklega út um leikinn var þetta leikhlé. Annars hefðum við líklega endað með jafntefli, eða sigri (sem ég efast um).

Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2019 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband