Jón Gnarr Úkraníu?

Sagan greinir frá mörgu merkilegu fólki, sem ţeysti óvćnt inn í einskonar tómarúm í ţjóđlífi, stjórnmálum og listum, kom, sá og sigrađi.

Stundum hefur veriđ hćgt ađ rökrćđa um ţađ hvort hinir áđur lítt ţekktu sigursćlu einstaklingar hefđu veriđ slíkt afburđafólk, ađ ţeir hefđu hvort eđ er brotist til forystu. 

Hugsanlega má oft segja ađ ţarna hafi veriđ réttur mađur á réttum stađ og réttum tíma, og ađ allt ţetta eigi viđ. 

Stađbundiđ ástand sem líkja má viđ tómarúm sem bíđi eftir ţví ađ vera fyllt af heppilegum einstaklingi. 

Í Úkraínu hafa ţjóđlíf og stjórnmál veriđ gegnsýrđ af örgustu spillingu, sem stjórnarbyltingar síđustu ára virđast ekki hafa haft minnstu áhrif á. 

Ţađ minnir á ástandiđ í borgarstjórn Reykjavíkur á árunum 2003 til 2010. Á ţeim árum sátu sjö borgarstjórar ađ völdum á sjö árum og áđur óţekkt öngţveiti og ringulreiđ ríktu. 

Í lok ţessa tímabils ţegar borgarfulltrúar tóku sig saman um ađ kveđa drauginn niđur, datt allt niđur í slíkt dúnalogn, ađ kjósendur gátu fyllst ţeirri tilfinningu ađ alger deyfđ og dáđleysi hefđu komiđ í stađ hinna einstćđu sviptinga. 

Kjósendur hylltust ţví til ađ hugsa sem svo, ađ ţáverandi borgarstjórnarflokkar hefđu gert svo mikiđ í buxurnar, ađ hvađ, sem vćri, vćri skárra. 

Inn í ţetta ástand og eins konar tómarúm steig grínistinn Jón Gnarr, vann frćkinn sigur,f sat allt kjörtímabiliđ í sćti borgarstjóra og kom ágćtlega út úr ţví.

Björk Guđmundsdóttir var rétt kona á réttum stađ og tíma ţegar hún skaust upp í himinhćđir á sviđi popptónlistar í heiminum eftir ađ Madonna og Michael Jackson höfđu ráđiđ lögum og lofum á ţví sviđi í krafti sífellt stórbrotnari umgjarđar tónlistar sinnar og ćvintýralegrar sviđsatriđa. 

En hin alţjóđlega saga poppsins er vörđuđ af tímabilum eins og rokktímabilinu, sixtís, Bítlatímabilinu, ţungarokkstímabilinu, pönktímabilinu og diskótímabilinu ţar sem hver bylgjan af annarri reis og hneig og skapađi tómarúm fyrir nýja bylgju. 

Ţegar Madonna og Jackson höfđu ríkt nógu lengi, skapađist ţđrf fyrir algera andstćđu, gerólíka tónlist og framsetningu, einfaldleika og einlćgni hinnar barnalegu snilldarkonu Bjarkar Guđmundsdóttur međ sína einstćđu rödd og raddbeitingu og nýja nálgun í sköpun og flutnigni tónlistar. 

Nú er ađ sjá hvort Volodimir Selenskij geti einhvađ haggađ viđ hiđ gerspillta pólitíska ástandi, sem hefur plagađ Úkraníumenn.  

 


mbl.is Grínistinn sigrađi í Úkraínu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Ţ Hraundal

Óskandi vćri ađ Úkraínu menn ţurfi ekki ađ burđast međ svona hallćri og skömm sem kjósendur Jóns Gnarr sköpuđu okkur.

Hrólfur Ţ Hraundal, 21.4.2019 kl. 21:46

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Já, ţađ vona ég líka, Úkraínumanna vegna ađ ţessi gaur sé bara ekkert líkur Jóni Gnarr.

Ţađ er alveg rými fyrir eitthvađ annađ hjá okkur.  Píratar lofuđu góđu, en voru svo of líkir öllu hinu til ađ verđa eitthvađ.

Svona er ţetta...

Ásgrímur Hartmannsson, 21.4.2019 kl. 21:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband