Með hlýjustu vetrarmánuðum að baki.

Gleðilegt sumar.  "Vorið góða, grænt og hlýtt..."  Já, hlýindin eru mörg á ferðinni á þessu vori, hlýjasti fyrsti sumardagur í Reýkjavík og allt að 20 stiga hiti fyrir norðan, hlýtt sandmistur frá Sahara kom til landsins í gærkvöldi og vetrarmánuðirnir eru með þeim hlýjustu í heild sem um getur, eins og hægt er að sjá á Hungurdiskum, bloggsíðu Trausta Jónssonar veðurfræðings. Mistur frá Sahara.

Skógabrunar hefjast óvenju snemma í Svíþjóð og Noregi. 

Svona leit "Saharamistrið" út um hádegisbilið, grillir varla í Akrafjallið. 

Meðalhitinn í Reykjavík vetrarmánuðina, sem eru að baki, var aðeins 0,5 stigum frá því að vera jafn hár og var fyrir nokkrum áratugum í apríl. 

Í dag komst hitinn í 12 stig inni undir Vatnajökli á norðausturhálendinu í næstum 700 metra hæð yfir sjó. 

Þetta allt rímar illa við það, sem sést hefur haldið fram á einstaka bloggsíðum hér á blogginu, að á meginlandi Evrópu, einkum í Þýskalandi, hafi verið einstæðar vetrarhörkur, sem hafi valdið orkuskorti og stórhækkuðu orkuverði og verið dæmi um það að hlýnun loftslags sé tilbúningur einn frá "40 þúsund fíflunum á Sþ ráðstefnunni í París." 

Sand- og hitamistur í vaxandi þurrum og heitum loftmössum frá Sahara í Afríku eru reyndar fyrirbrigði sem spár um loftslagsbreytingar hafa nefnt sem vaxandi áhyggjuefni fyrir löndin og þjóðirnar norðan Miðjarðarhafsins.

 

 


mbl.is Hitamet í Reykjavík slegið í hádeginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og það snjóar í byggð á Spáni í lok apríl! Þessu hlýtur öllu að hafa verið spáð.

El Acróbata (IP-tala skráð) 25.4.2019 kl. 22:37

2 identicon

Verð raforku er mikið mál.  Verð hjá þjóðverjum er býsna hátt:

https://www.statista.com/statistics/263492/electricity-prices-in-selected-countries/

Hriktir í stoðum í þýskalandi vegna raforkuverðs:

https://www.bloomberg.com/news/articles/2018-09-24/electricity-power-prices-surge-for-german-mittelstand-merkel

https://www.statista.com/statistics/263492/electricity-prices-in-selected-countries/

Hér er nýjasta opinbera raforkuskýrsla þýskalands, með sundurliðun á heimilisraforku og iðnaðar , framleiðslu/flutnings und alles zusammen:

https://www.bdew.de/media/documents/190115_BDEW-Strompreisanalyse_Januar-2019.pdf

Ello

Elló (IP-tala skráð) 26.4.2019 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband