Fjölnota snarlpokinn knýr fram breytta hugsun.

Áhersla umhverfisráðherra á andóf gegn einnota vörum getur fengið okkur öll til þess að hugsa neysluhegðun okkar upp á nýtt og nálgast þau frá nýjum og víðsýnum sjónarhornum.DSC06298

Á útgáfusýningu ljósmyndasöngljóðabókarinnar "Hjarta landsins" sl. haust voru veitingar á boðstólum settar í svokallaðan fjölnota snarlpoka, sem byggður er á margra ára reynslu annars bókahöfundanna af slíkum poka úr plasti. 

Í frétt hér hjá mbl.is var fyrirsögnin hálfsannleikur, sem gaf villandi mynd:

"Ómar mælir með notkun plastpoka." DSC06300

Flestir lesendur lesa bara fyrirsagnir og sumir, sem það gerðu, létu mig frá orð í eyra eftir að hafa lesið þessa fyrirsögn, en höfðu ekki kynnt sér málið frekar. 

Svipað og þegar flestir héldu á sínum tíma að fyrirsögnin "Bubbi fallinn" í DV fjallaði um það að áfengis- og fíkniefnameðferð Bubba hefði mistekist og hann væri byrjaður í neyslunni aftur. 

Einkum var þetta ósvífin framsetning vegna þess, að á þeim tíma birti mest lesna blaðið, Fréttablaðið, mynd af fyrirsögninni á útsíðu án þess að hægt væri að sjá neitt annað í því blaði um hið rétta. Enda vann Bubbi málið, sem hann höfðaði út af þessari fyrirsögn. 

Hvað fjölnota snarlpokann fer voru hinir þó fleiri, sem þó lásu fréttina, af því að fyrirsögnin "seldi vel" eins og það er kallað á blaðamannamáli.DSC06305 

"Fjölnota snarlpokinn" getur verið gerður úr mismunandi hráefnum, en í öllum tilfellum er um sóun að ræða á einhverju hráefni, ef pokinn er notaður aðeins einu sinni, eða í aðeins örfá skipti. 

Ef pappír, pappi eða efni úr skógarviði yrði til dæmis notaður eingöngu, yrði einnota notkun á heimsvísu að stórfelldu vandamáli, vegna þess að þá yrði gengið á dýrmæta skóga jarðar. 

Höfuðatriðin eru tvö, auk þess hvaða efni eru notuð:

1. Sem lengstur fjölnota notkunarferill, helst nokkur ár, og síðan, ef kostur er...

2. Að setja pokann eða umbúðirnar í endurvinnslu. DSC06310 

Best er ef fjölnota snarlpokinn er það lítill, að hann geti verið í höndum eigandans frá morgni til kvölds alla daga. 

Reynsla síðuhafa sýnir, að pokinn getur enst í mörg ár, hátt í áratug. Sá poki er 29 sm hár og 19 sm breiður en ef hellt er hann vatni, tekur hann samt heila tvo lítra!  . 

 

Í pokanum eru þessir hlutir helst alltaf: 

Minnsta 4k 20 megapixla fáanlega ljómyndavél á markaðnum með sérstökum "wievfinder" eða kíki fyrir augað. Kostaði ríflega 50 þúsund krónur þegar hún var keypt. 

250 ml fjölnota flaska með vatni. 

250 ml fjölnoeta flaska með drykk. 

Fjölnota plastbox með fínu mjöli í graut. 

Stór teskeið. 

Fjölnota plastbox og lítið pappabox með rúsínum 

Lítið límband til að líma lokin á litlu plastboxunum. 

Lítill glær fjölnota stautur með töflum við bakflæði o.fl. 

 

Síðan eru möguleikar til þess að hafa þennan miðlæga poka í stærri poka úr endurvinnanlegu efni.

Síðan 2017 hef ég notað slíkan poka, sem útbýtt var á ráðstefnu "Dreifbýlisþings Evrópu" í Venhorst í Hollandi, en á því þingi og á næsta þingi í haust eru umhverfismál meginþemað.

Sumt smátt, eins og vasahníf, lykla, minnisbækur, kort og skilríki má hafa í vösum í fötuM sínum. 

Á neðstu myndinni sést lokastigið á heimilinu. Drykkirnir er aðeins keyptir í 2ja lítra flöskum, og þeim síðan hellt á hálfs lítra fjölnota flöskur til neyslu á heimilinu eða í 250 ml fjölnota flöskur til að hafa í fjölnota snarlpokanum. 

2ja lítra flöskunum er safnað í stóra poka, sem farið er með í endurvinnslu. 

Með þessu vinnst ýmislegt: 

1. Allar umbúðir, bæði einnota og fjölnota, fara í endurvinnslu og fyrir þær fæst gjald. 

2. Drykkirnir eru miklu ódýrari, jafnvel margfalt ódýrari í innkaupi fyrir neytandann á hvern lítra í stóru flöskunum en á litlu flöskunum.

3. Með svona kerfi fækkar margfalt framleiddum flöskum í stykkjatali og framleiðslan í heild verður ódýrari, einfaldari og umhverfismildari. 

 

Ekki er að efa að tölvuleikir og alls konar afþreyingarefni getur lífgað upp á tilveruna. En það er líka skemmtilegt og gefandi að skoða stór svið tilverunnar eins og viðfangsefni, sem krefst nýrrar hugsunar, leitar að staðreyndum og mismunandi útfærslum við lausn brýnna ála, sem stundum geta snúist um jafn einfaldan hlut og það sem við neytum og gerum á hverjum degi. 

Ekki hvað síst er það gefandi, vegna þess að lausnirnar hjá hverjum og einum geta verið mismunandi og áhugaverð til umræðu og samskipta. 

Hyggst gera lifandi myndskeið um efni þessa pistils á facebook síðu minni.  

 

 

 

 


mbl.is Er einnota óþarfi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En vandamálið við plastflöskur er að það er mjög óhollt að drekka úr þeim og sérstaklega oftar en einusinni sbr. þessa rannsókn https://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/10/18/plastid_getur_smitad/

E (IP-tala skráð) 1.5.2019 kl. 02:42

2 Smámynd: Már Elíson

..."getur smitað..." - Ekki við margnotun og þvott þess á milli.

Már Elíson, 1.5.2019 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband