Stærri garðar og stærra nýtt ytrihafnarmynni = stærri sandgildra?

Í næsta bloggpistli á undan þessum eru færð rök fyrir því að hafnargarðarnir tveir sem liggja í boga fyrir framan Landeyjahöfn lúti svipuðum lögmálum og ótal sandgildrur við árbakka um allt land, sem er ætlað að "drepa" strauminn upp við bakkana, svo að aur og sandur í árstraumnum hægi á sér og sökkvi til botns. 

Þannig safnist sandur að görðunum, landbrotið stöðvist og bakkarnir færist jafnvel smám saman út. 

Meðfram suðurströndinni liggur Irmingergrein Golfstraumsins  og streymir til norðvesturs hálfhring um vestanvert landið og ber með sér, ásamt algengustu stormaáttinni, austsuðaustan, ógrynni af sandi og aur.  

Við Vík var talið að nokkurs konar tanngarðar út frá ströndinni gætu stöðvað landbrot þar og safnað sandi að ströndinni. 

Sýnd er í grein í Mogganum hugmynd að því að gera framhald á eystri hafnargarðinum í Landeyjahöfn sem liggi til vesturs utan við höfnina svo að nýtt ytra hafnarmynni verði vestar en nú er og snúi til vesturs. 

Auðvitað mun þetta kosta mikið fé, enda líkast til meira dýpi þar sem þessi varnargarður yrði en þar sem núverandi varnargarðar eru. 

Og síðan er líka spurningin, hvort áhrifin verði þau, að eftir því sem varnargarðarnir verði stærri og og lengri verði heildarmagn sandburðarins sem því nemur meiri, jafnvel miklu meiri. 

Og menn sitji uppi með enn stærri sandgildru en nú er þarna. 


mbl.is Hafnarmynnið þarf að verja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er ekki almennt talað frekar heimskulegt að reyna að gera höfn þar sem aðstæður til hafnargerðar eru bersýnilega alls ekki fyrir hendi? Datt engum í hug að fá kannski bara frekar hraðskreiðara skip og nota Þorlákshöfn áfram?

Þorsteinn Siglaugsson, 2.5.2019 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband