ÍR-KR í körfunni - "Gömlu dagana gefðu mér!"

Þegar síðuhafi var íþróttafréttamaður á Sjónvarpinu voru það leikir ÍR og KR sem buðu upp á eitt nauðsynlegasta fyrirbærið í íþróttum:  Einvígi þeirra bestu. 

Ármenningar voru líka með gott lið sem gat líka gert góða hluti, en það var allt vitlaust á leikjunum þar sem baráttan stóð um toppinn. 

Eini körfuboltamaðurinn, sem kjörinn var íþróttamaður ársins á sjöunda áratugnum var Kolbeinn Pálsson og hann var í KR-liðinu en fékk titilinn fyrst og fremst fyrir frammistöðu sína í landsliðinu. 

Nú, hálfri öld síðar, er runnið upp ákveðið "dejavu" fyrir þeim sem muna  hina gömlu tíð og geta raulað fyrir munni sér: "Gömlu dagana gefðu mér..." 


mbl.is Verður ekki of heitt á oddaleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband