Leitun að svartari bletti um þessar mundir.

Í vetur mátti sjá og heyra í fjölmiðlum ljóta lýsingu á svo umfangsmikilli spillingu í kringum fjármögnun liðs Manchester City, að mann sundlaði við að kynnast öðru eins. 

Óvenju stór svartur blettur á íþróttum nútímans. 

Ekki var laust við grun um að spillingin væri ekki öll falin í hegðun ráðamanna félagsins við að brjóta af mikilli óskammfeilni reglur um fjármögnun íþróttafélaga og íþróttafólks, heldur einnig undrun á því hve langt væri hægt að komast í því efni og sleppa með það.

Þegar litið er á stigatöfluna í lok keppninnar í úrvalsdeild ensku knattspyrnunnar sést hvað býr að baki ummælum talsmanns Liverpool þess efnis að þar á bæ geti menn borið höfuðið hærra en um margra ára skeið. 

Liðið hefði orðið Englandsmeistari með óvenjulegum glæsibrag langt fyrir ofan aðra, ef ekki hefði komið til þetta eina lið, sem fékk einu stigi meira. 

Að baki ummælunum býr ekki aðeins verðskuldað stolt, heldur einnig efinn um það hve vel að titlinum Manchesterliðið sé komið. 


mbl.is Fær City bann í Evrópukeppni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Ég las  enska grein í vikunni Ómar þar sem fullyrt er að Man City hafa náð að þagga niður þessa umræðu eftir áramót þar til mótið væri búið og það eitt væri greinilegt merki um að stór maðkur væri í mysunni.Verst er að flest knattspyrnusambönd eru svo gegnum spillt sjálf að þau eiga bágt með að refsa félagsliðum vegna óheiðarlegra vinnubragða.

Ragna Birgisdóttir, 14.5.2019 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband