Er jafnræði að sessunauturinn fái fjórtán stundum meiri frítíma um helgar?

Lilja Rafney Magnúsdóttir var heima hjá sér þegar síðuhafi kom til Suðureyrar fyrir tveimur árum. Hún er ræktarsöm við sína nánustu og heimabyggðina. 

En starfsstaður hennar er í Reykjavík og 454 kílómetra landleið er á milli. 

Setjum sem svo að sessunautur hennar á þingi eigi heimili í Reykjavík. 

Um helgar tekur það 10-20 mínútur fyrir hann að aka heim til að njóta helgarinnar með fjölskyldu sinni. 

En aksturinn vestur fyrir Lilju Rafney tekur sjö klukkustundir ef miðað er við aksturskeppni á vegum FÍB sumarið 2016 milli Reykjavíkur og Akureyrar. 

Það þýðir að hún fái 14 stundum minni frítíma en sessunauturinn um hverja helgi ef hún ekur vestur og til baka. 

Kolefnissporið í akstrinum er drjúgt, ef hún notar bíl knúinn jarðefnaeldsneyti, og fram að þessu hefur skort á að tryggilega sé hægt að treysta á hraðhleðslu, ef um rafbíl er að ræða.  

Það er augljóslega ekki jafnræði fólgið í þessum aðstæðum milli þingmanns úr Reykjavík eða frá Suðureyri. 

Hún getur líka notað áætlunarflug og gerir það greinilega oft. 

Þá eyðir hún líklega brúttó um þremur klukkstundum í það í stað fjórtan. 

Og þótt kolefnissporið sé drjúgt í fluginu, tekur flugið fimm sinnum styttri tíma en akstur á bíl alla leið, og kolefnissporið deilist á farþegana. 

Hjá bíleigendum í Reykjavík þar sem aðeins lítill hluti íbúa hefur fengið sér rafbíl, en hneykslast yfir helgarferðum hjá Lilju Rafney; - er ekki dálítið holur hljómur ef hafðar eru upp kröfur um að hún eigi helst ekki að fara heim til sín um helgar? 

 

 


mbl.is Þúsund flugferðir þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég veit ekki betur en að þingmenn fái greitt fyrir að halda annað heimili í Reykjavík. Ég veit heldur ekki betur en að þeir fái greitt fyrir akstur og flugferðir.

Ef fólk velur sér starf þar sem starfsstöðin er fjarri heimilinu er það þess eigið val. Jafnræði kemur málinu ekki við.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.5.2019 kl. 12:31

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

    • Það verður að gera ráð fyrir að landsbyggðarfólk geti geti verið alþingismenn. Það væri kannski eðlilegt að færa þennan kostnað öðruvísi.
      *

    • Þ.e.a.s. þegar þingmaður er að fara á milli heimilis og þessa vinnustaðar. Varla ætlast fólk til þess að fjölskyldur séu slitnar í sundur
      *

      • Það er fráleitt að ætlast til þess að þingmaðurinn fari þessa leið á bíl tvisvar í viku í hvað færð sem erÞetta þýðir raunar að vinnutími Lilju Rafneyjar er lengri en hjá þeim sem búa í Reykjavík
        *

      • Það er fráleitt að ætlast til þess að þingmaðurinn fari þessa leið á bíl tvisvar í viku í hvað færð sem erÞetta þýðir raunar að vinnutími Lilju Rafneyjar er lengri en hjá þeim sem búa í Reykjavík
        *

      • Hvað ertu með í huga Þorsteinn? Að hún fari bara heim um jól og páska? Ég virði það við hana að leggja það á sig að sameinast fjölskyldu sinni um helgar. Íslenska þjóðin verður að tíma því að hafa landsbyggðarþingmenn.

      Kristbjörn Árnason, 16.5.2019 kl. 14:51

      3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

      Það sem ég er að meina er þetta: Ef fólk velur sér starf fjarri heimili sínu þarf það að laga sig að því. Þetta á við um annað fólk sem það gerir. Hvers vegna ekki þingmenn? Þingmenn búa auk þess við þann lúxus að ríkið greiðir fyrir þá heimilishald í Reykjavík búi þeir annars staðar. Þeir geta þá flutt með fjölskyldu sína í bæinn meðan á þingmennskunni stendur. Það hafa margir þingmenn gert. Veit ekki til þess að aðrir vinnuveitendur séu svo rausnarlegir að gera slíkt kleift enda hafa þeir ekki aðgang að fjármunum skattgreiðenda.

      Þorsteinn Siglaugsson, 16.5.2019 kl. 17:00

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband