Fordæmið á Ól í Mexíkó 1968. Jesse Owens íhugaði sniðgöngu 1936.

Hver uppákoma á stórviðburðum í stíl við Hatara á Eurovision verður að metast eftir aðstæðum á hverjum tíma. John_Carlos,_Tommie_Smith,_Peter_Norman_1968cr

Fordæmin eru mörg. Hér skulu nefnd tvö.

Jesse Owens var beittur þrýstingi af samtökum blökkumanna 1936 til að sniðganga Ólympíuleikana í Berlín og hafði ákveðið að gera sitja heima, en snerist hugur á síðustu stundu. 

Ef hann hefði, sem besti frjálsíþróttamaður heims, sniðgengið leikana, hefði það að vísu brotið í blað í sögu leikanna og vakið mikla athygli. 

En með því að fara á leikana og ulla með stórfenglegum fjórföldum sigri á sjálfan Adolf Hitler og kynþáttahyggju hans, náði hann miklu meiri árangri. 

Owens var hins vegar alla tíð beittur mismunun þar sem Bandaríkjamenn réðu, vegna húðlitar síns, og þegar hann fékk að fara í bað og gista á sömu gististöðum og hvítir liðsfélagar hans í Berlín, var það í fyrsta og eina skiptið sem slíkt gerðist á ferlinum. 

Meira að segja Hitler varð að hlíta reglum Ólympíunefndarinnar og þegar hann ætlaði að fara að taka í hendur sumra íþróttamanna en ekki annarra, varð niðurstaðan sú að hann heilsaði engum, þótt hann væri þjóðhöfðingi þeirra, sem héldu leikana. 

Sagan um það hvernig hann hefði neitað að taka í höndina á Owens var því lengi vel ekki alveg rétt sögð. 

Í Mexíkó 1968 lyftu John Carlos og Tommy Smith svörtum hönskum á loft á verðlaunapallinum fyrir 200 metra hlaupið sem baráttutákni blökkumanna og var refsað fyrir. 

Ef þeir hefðu ekki gert það hefði athyglin hvorki beinst að málstað þeirra á leikunum né þeir sjálfir í minnum hafðir á þann hátt sem hefur verið síðan. 

Þetta er eitt af þremur atvikum sem lifa af þessum leikum. Hin tvö eru "langstökk inn í framtíðina" sem Bob Beamon stökk þegar hann bætti heimsmetið í langstökki um 55 sentimetra og sigur Fosburys í hástökki með því að gerbylta stökkstílnum og fara á bakinu yfir rána. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Hefðu ekki samþykkt aðgerðir Hatara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband