Mergurinn málsins allan tímann. "Svona gera menn ekki."

Enn og aftur kemur að sama atriðinu sem veldur því, að það eru síðustu forvöð að hafna 3ja orkupakkanum.

Baudenbacher játaði í sjónvarpsviðtali að lögfesting pakkans með fyrirvörum Alþingis einvörðungu hefði í för með sér stjórnmálalega óvissu, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst sagði í viðtali við mbl.is að óvissan yrði stjórnskipuleg. 

Við gerð EES samningsins í upphafi fengu Íslendingar það viðurkennt á þann hátt að neglt var með bæði belti og axlaböndum að íslenskur sjávarútvegur yrði ótvírætt í íslenskum höndum. 

Guðlaugur Þór Þórðarson hefur líkt fyrirvörunum varðandi orkupakka þrjú við belti og axlabönd og með því viðurkennt að tryggilega verði að ganga frá öllum hnútum. 

Orkan er alveg sambærileg við fiskinn í sjónum og ekki síður ástæða til að láta hið sama gilda um hana og sjávarauðlindina í samningum okkar við EES: "Belti og axlabönd" sem halda. Sameiginlega EES nefndin er réttur vettvangur til þess að semja um slíkt í samningum, sem yrðu sama eðlis og upphaflega ákvæðið um sjávarútveginn.  

Það er mikill ábyrgðarhluti að vera að spila einhvers konar áhættuspil með jafn mikið höfuðatriði og orkan er.

Á þeim árum sem við gengum inn í EES samstarfið sagði þáverandi forsætisráðherra um ákveðið mál:  "Svona gera menn ekki".

Það á við núna um léttúðina gagnvart orkuauðlind landsins og einnig gagnvart einstæðum ósnortnum náttúruverðmætum landsins.  


mbl.is Fyrirvararnir hindra ekki málsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og maðurinn sagði: Skrattinn er leiðinlegt veggskraut.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 29.5.2019 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband