Hálfrar aldar trúarbrögð og töfraorð: "Orkufrekur iðnaður".

Fyrir rúmri hálfri öld voru stofnuð nokkurs konar trúarbrögð hér á landi, sem snerust í kringum nýtt töfraorð: "Orkufrekur iðnaður." 

Kenningin "orkufrekur iðnaður" fólst í því, sem kemur fram í þessum tveimur orðum, að selja eins gríðarlega mikla orku og unnt væri á nógu óskaplega lágu verði og hægt væri að bjóða til þess að stóriðjufyrirtæki heimsins fengju að bruðla með hana hér eins og þeim var framast unnt. 

1995 var meira að segja sendur út til stóriðjufyrirtækja heimsins hinn dæmalausi betlibæklingur þar sem kjörorðin voru "lægsta orkuverðið" og "sveigjanlegt mat á umhverfisáhrifum." 

Enn í dag er þessum trúarbrögðum haldið lifandi þótt algerlega nýtt umhverfi sé komið í þessum málum þar sem orkunýtni, orkuskipti og markaðsverð eru að taka yfir og skaplegri notkun en mengandi stóriðja er að sækja á. 

En á sama tíma ráða nátttröll orkufreks iðnaðar enn miklu um hugsanagang margra, rétt eins og hér séu enn árin 1965 og 1970 þegar "hernaðurinn gegn landinu" hófst. 

Og stóriðjufyrirtækin nota gamalt trix með því að hóta að leggja verksmiðjurnar niður nema áfram gildi okruverð fátæku þróunarlandanna. 

Rio Tinto hótaði að leggja álverið í Straumsvík niður 2006-2007 nema leyft yrði að þenja verksmiðjuna út í hlaðvarpa Hafnarfjarðar og eiga þátt í að knýja fram risaálver í Helguvík. 

Síðan eru liðin 12 ár og hvorugt hefur gerst. 

 


mbl.is Fyrirtækjum „slátrað“ fyrir sæstreng?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Orkufrekur iðnaður grundvallast á lágu orkuverði. Oft undir kostnaðarverði eins og t.d. þegar samið var um Kárahnjúkavirkjun. Til að koma slíkum verkefnum í gang þarf þrennt til:

1. Óheiðarlega stjórnmálamenn, bæði á þingi og í héraði, sem eru tilbúnir að beita blekkingum til að koma á "atvinnuskapandi verkefnum" sem hafa þann tilgang að kaupa atkvæði handa þeim sjálfum, og stundum líka góða bitlinga í kjölfarið.

2. Leynd um orkuverðið. Það er það sem Miðflokksmenn vilja fyrir alla muni viðhalda.

3. Þöggun gagnvart þeim sem reyna að koma réttum upplýsingum á framfæri og spyrja spurninga. Sú þöggun er oft mjög ofbeldisfull.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.5.2019 kl. 12:31

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Formaður Miðflokksins stillti sér upp í miðju myndar af hópi fjárfesta, sem sögðust einbeittir í því ætlunarverki að reisa álver norðan við Blönduós. 

Valdamiklir menn þegar búnir að kaupa þær jarðir, sem verða svæði virkjana jökulsánna í Skagafirði. 

Fyrrum umhverfisráðherra sagði á fundi að ef náttúruverndarfólk reyndi að færa Skrokkölduvirkjun, sem er nálægt miðju fyrirhugaðs þjóðgarðs á miðhálendinu yfir í verndarflokk jafngilti það því að opna Pandórukrukku, þ. e. að þá myndi verndun jökulsánna norðlensku verða aflétt og allt virkjað sundur og saman.

Þetta kemur allt heim og saman.  

Ómar Ragnarsson, 30.5.2019 kl. 13:43

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er frekar leiðinlegt að hlusta á þennann kjaftavaðal endalaust.

Ég skil einfaldlega ekki þessa þrákelkni ykkar við að ljúga að fólki.

Allir heilbrigðir menn vita að orkan er ekki seld undir kostnaðarverði,enda væri Landsvirkjun þá rekin með tapi og þyrfti á aðstoð frá ríkinu að halda,eða hún væri að safna skuldum. Kárahnnúkavirkjun er mjög stór partur af Landsvirkjun og ef hún væri rekin með tapi þyrftu aðrir hlutar Landsvirkjunar að greiða fyrir hana. Þeir hlutar Landsvirkjunar væru þá væntanlega reknir með álitlegum hagnaði til að geta bæði staðið undir Kárahnjúkavirkjun og myndað hagnað innan Landsvirkjunar ,sem þið getið lesið um í ársreikningum hennar. Þá hlýtur sala Landsvirkjunar til annarra álvera að ver býsna arðsöm.

Þetta er því einungis hvimleitt bull hjá ykkur sem tilheyrir "post truth" tímabili þar sem menn tönglast sífellt á einhveri lygi til að gera sig gildandi í umræðu.

Það er alveg jafn mikið rugl að halda því fram að stóriðja skifti ekki máli ,eða sé jafnvell skaðleg.

Sjálfur bý ég á Miðausturlandi sem var komið í þá stöðu að hér ríkti alger stöðnun. Bankar og opinberir sjóðir voru komnir að þeirri niðurstöðu að landsvæðinu væri ekki við bjargandi ,og veðhlutfall eigna á bestu stöðunum var komið niður í 50% og á þeim lökustu var staðan þannig að ekkert var veðhæft nema það væri hægt að setja það upp á vörubíl og keyra því burtu með auðveldum hætti.

Laun voru svo léleg að fólk hrökklaðist héðan í stórum stíl,enda ekkert í augsýn annað en áframhaldandi stöðnun eða hnignun.

Ef þið félagar hafið eitthvað í kollinum þá sjáið þið hvaða áhrif slíkt ástand hefur.Slíkt svæði á sér enga framtóð augljóslega,þar sem enginn vill fjárfesta á slíku svæði og þeir sem vilja það þrátt fyrir allt,geta það ekki af því að þeir þurfa þá að leggja fram 50% af stofnkostnaði úr eigin vasa.

Sjálfur vann ég hjá ágætlega stöndugu fyrirtæki sem reyndi þetta og það endaði nánast með gjaldþroti af því að það var engin leið að fá eðlilega fyrirgreiðslu.

Nú eru meðallaun á miðausturlandi þau hæstu í landinu,menntunarstig fer hækkandi vegna þjónustu við Álverið og það má segja að við höfum verið tekin á allt annað stig á svo margann hátt. Það er ekki eingöngu að álverið sjálft sé okkur hagfellt,heldur hefur þessi nýja staða gert að verkum að það er aftur hægt að fá fyrirgreiðslu í aðra hluti sem menn vilja gera á svæðinu, með eðlilegum hætti. 

Í eyrum mínum og trúlega flestra íbúa Miðausturlands hljómar þetta raus ykkar eins og óráðsraus bjána. Ég veit ekki hvort þið eruð bjánar eða bara svona illa upplýstir. Kanski er ykkur einfaldlega illa við fólk á Austurlandi ,sem væri þá einhverskonar rasismi. Sama hvort er held ég að þið ættuð að reyna gera ykkur gildandi með einhverjum öðrum hætti. Í staðinn fyrirr að reyna að slá ykkur til riddara með svona bulli ættuð þið að reyna að gleðjast yfir bættum hag þessara samlanda ykkar og þar með allrqar þjóðarinnar. við erum jú hluti af þjóðinni.

Ómar hefur oft kallað eftir að menn geri "eitthvað annað" Við erum nú að gera eitthvað annað líka,af því að nú er fjárfesting okkar aftur veðhæf. Fjármagnseigendur,lánastofnanir og opinbereir ssjóðir hafa aftur komist að þeiri niðurstöðu að svæðið eigi sér framtíð og það sé í lagi að veita fé þangað.

Þetta gerir okkur kleyft að "gera eitthvað annað"

Borgþór Jónsson, 30.5.2019 kl. 18:32

4 identicon

 Elliglöp og maníuköst hafa verið að hrjá Kallinn hann Ómar undanfarin 1 1/2 áratug.fyrir utan hatur hans á Austfirðingum.hefur aldrei ljáð máls á því að Álverið ásamt öðrum fyrirtækjum sem byggðust upp með komu þess  og veitir fjölda fólks atvinnu.Nei ómar þú sem hefur verið  á framfæri  ríkisins (okkar) mest alla þína starfsæfi farðu nú að hætta þessari þráhyggju og paranoju gagnvart austfirðingum.

897 (IP-tala skráð) 30.5.2019 kl. 19:01

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ferðaþjónustan var meðal þess, sem ég og fleiri bentu á að gæti gefið meira af sér en stóriðjan, en stóriðjufíklarnir sögðu slíkt vera fráleitt. 

Frá árinu 2011 hefur gríðarlegur vöxtur ferðaþjonustunnar, sem á gengi sitt mest að þakka orðspori einstæðra ósnortinna náttúruverðmæta, skapað að mestu leyti mestu efnahagsuppsveiflu í sögu þjóðarinnar. 

Þegar rökin þrýtur er hjólað í manninn en ekki málið og spunninn söngur um "elliglöp, maníuköst og hatur."

Hvernig rímar það saman við það að fara á rúmum sólarhing hringveginn á litlu vélhjóli 2026 og fara báða hringina, hringveginn og Vestfjarðahringinn, í rykk, 2000 km með hljómflutningskerfi og allan búnað, þar sem haldnir voru þrennir tónleikar, 15 kynningar og skrifaðir þrír bloggpistlar og þrír facebookpistlar á hverjum hinna fjögurra daga sem sú ferð tók?

Og fordómarnir ljóma þegar það að vinna störf fyrir bæði opinberar stofnanir og í einkageiranum er flokkað sem að "vera á framfæri ríkisins" eins og ómagi, elliær auminginn. 

Ómar Ragnarsson, 30.5.2019 kl. 19:24

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það þarf ekki annað en að lesa skýrslu Fjármálaráðuneytisins um afkomu af orkusölu til stóriðju, eða úttekt Landsvirkjunar á Kárahnjúkavirkjun til að sjá að afraksturinn af þessari starfsemi stenst engar eðlilegar kröfur.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.5.2019 kl. 09:16

7 Smámynd: Borgþór Jónsson

Hvað eru eðlilegar kröfur Þorsteinn?

Borgþór Jónsson, 31.5.2019 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband