Ásýnd og menningarlandslag í Noregi og hér.

Norðmenn hafa fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu að hefðir eigi ekki alltaf og skilyrðislaust að víkja fyrir breyttum atvinnu- og umhverfsaðstæðum, þótt sú sé oftast raunin. 

Þannig er afar fróðlegt að ferðast um norsku firðina og vesturhéruð landsins og sjá, hvernig varðveisla svonefnds menningarlandslags hefur á ákveðnum svæðum verið látin hafa forgang fram yfir breytta nýtingu vegna nýrrar tækni og þjóðfélagshátta. 

Meðal þess, sem talið er vinnast með því að varðveita byggð sem óbreyttasta frá því sem hefur verið um aldir, er að það skapi tekjur í formi tekna af ferðafólki, sem þykir akkur í því að geta upplifað umhverfið, sem mótaði viðfangsefni norskra stórskálda á sviði ritlistar og tónlistar á borð við Björnsson, Hamsun og Grieg. 

Með sérstakri fjármögnun er gætt þess skilyrðis, að föst búseta allt árið og lágmarks kvikfjárrækt sé á bújörðum í þessu dreifbýli svo að ferðafólk geti upplifað fyrirbæri á borð við Sunnudag selstúlkunnar. 

Ferðafólk sem kemur í Skálholt sem trúarlegs höfuðbóls saknar kannski ekki þess sem það ekki þekkir, sem sé þess, að þar hafi verið búskapur frá landnámi. 

En til samanburðar má geta þess hvernig Norðmenn hafa byggt upp mjög áhugaverða ferðaþjónustu á sambærilegum sögustöðum eins og Stiklastað, þar sem hið forna andrúmsloft og aðstæður eru löðuð fram með leiknum atriðum á ákveðnum tímum dags, til dæmis upphaf daglegs starfs í fortíðinni. 


mbl.is 1.000 ára hefð víkur fyrir umhverfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband