Skýrar reglur þverbrotnar.

Það er ekki rétt, sem fullyrt er í tengdri frétt, að reglur skorti um akstur léttustu farartækja á hjólastígum og gangstéttum.Honda 125cc og skellinaðra 50cc

Hér á landi eru nokkuð skýrar reglur varðandi notkun á léttustu bifhjólunum og rafreiðhjólunum, sem ekki þurfa að vera með skráningarnúmer. 

Þeim má aka á hjólastígum og gangstéttum með sérstakri aðgát þar sem gangandi umferð hefur forgang og alls ekki hraðar en 25 km/klst. Skellinöðrur í Danmörku (1)

Vélarstærð bensínknúinna vespuhjóla eða skellinaðra má ekki vera meiri en 50 rúmsentimetrar.

Gríðarleg fjölbreytni er í framleiðslu hjóla með vespulagi í heiminum, allt frá skellinöðrum með 50cc vélum upp í nær 300 kílóa lúxus ferðahjól með 650 cc vélum og 160 km hámarkshraða. 

Hjólin á þessari mynd eru hér á landi, til vinstri með 125 cc vél og tæplega 100 km/ klst hámarkshraða en hin er með skráningarnúmeri sem leyfir 45 km hámarkshraða.  

 

Myndin af atvikinu gatnamótum Hamrahlíðar og Kringlumýrarbrautar í gær sýnir einstaklega vítavert og gróft brot á reglum af hálfu ökumanns vélhjólsins, því að hraði hans er líklega tvöfalt meiri en hæsti leyfilegi hámarkshraði svona farartækis. 

Atvikið felur í sér fleiri brot en hraðakstur því að augljóst er að átt hafi verið við þann búnað vespunnar sem á að takmarka hraðagetu hennar við 50 cc. Skellinöðrur í Danmörku. VGA Explora.

Það er tæknilega mögulegt að setja svona hjól í svokallaðan 45 km flokk með því að aftengja hraðatakmörkunina en þá þarf að skrá farartækið og tryggja það og eftir slíka breytingu má ekki aka því á hjólastígum og gangstéttum. 

Svo að rétt sé farið með tölur, þá eru þessi hjól yfirleitt á milli 80 og 100 kíló að þyngd. 

Í Danmörku eru hraðaflokkarnir tveir, 30 km og 45 km, eins og sést þegar blaðað er í dönskum ársritum um hjólin, sem þar eru á markaði. 

Á síðunum, sem myndin er af, er sýnt hvort viðkomandi hjól mega vera í öðrum flokknum efst til hægri á dálki hjólsins, eða báðum, eins og til dæmis mest selda hjólið í Danmörku í sex ár, VGA Explora, sem er 85 kíló, með 3,5 hestafla 50 cc fjórgengishreyfli og hefur selst í 2769 eintökum 2018, þar af 608 hjól með leyfilegan 45 km/klst hámarkshraða.  


mbl.is Vespa á 50 km hraða er lífshættuleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Fer ekki hættan eftir því hver það er sem situr hjólið, þegar öllu er á botninn hvolft? Það er ekkert mál að drepa manneskju , akandi á tíu kílómetra hraða á klukkustund á svona hjóli, sé ökumaðurinn algjört fífl. Ökutæki drepa  ekki. Ökumenn gera það hinsvegar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 5.6.2019 kl. 02:43

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gott dæmi um gildi ökumannsins eru axlarbrot og meiðsl á hné sem ég hlaut 2. janúar sl. Ég var á ferð á 2,5 metra breiðri hjólabraut á Geirsnefi á rafreiðhjóli mínu þegar hjólreiðamaður, sem kom á móti mér, tók allt í einu upp á því fyrirvaralaust að sveigja í veg fyrir mig svo að við kollsteyptumst báðir í árekstri. 

Ástæða þessa var að hann sá mig aldrei, því að hann var að lesa! Ég endurtek: Hann horfði niður og var að lesa!

Að vísu ekki að lesa á snjallsíma, sem er normið núna, heldur að reyna að lesa á lítinn mæli á rafreiðhjólinu hans, sem sýndi stöðuna á rafhlöðunni á rafhlöðunni hjá honum. 

Fyrsta ályktun mín og fleiri, sem áttu orðastað við mig, var að nú myndi ég aldrei hjóla framar. 

En hvað átti ég þá að gera varðandi ferðir út á land á bíl? Hætta því, af því að ökumenn, sem koma á móti, eru margoft staðnir að því að vera uppteknir í snjallsímanum og valda með því stórslysum?

Niðurstaðan var sú, að ef ég ætti að velja á milli bíls og hjóls, væri hjól á 20 km hraða skárri kostur en bíll á 90 km hraða. 

Ómar Ragnarsson, 5.6.2019 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband