Sérstaða Íslands blasir við á kortinu.

Sérstaða Íslands gagnvart öðrum löndum, bæði vestan hafs og austan, blasir við þegar litið er á kortið. 

Það er sjálfsagt mál að Ísland taki þátt í hverju því alþjóðasamstarfi, sem nauðsyn ber til. 

En það má ekki hundsa sérstöðuna, og ef það er leyfilegt að fara fram á samninga vegna sérstöðu Íslands, á að gera það hiklaust, og þarf ekki að fyrirverða sig neitt fyrir það. 

Allt of lítið hefur verið um það að kanna þessa sérstöðu sem best og kynna hana sem víðast. 

Eitt lítið dæmi eru samgöngur.

Helsti alþjóðaflugvöllur Íslands er um 1300 kílómetra eða meira frá sambærilegum flugvöllum erlendis. 

Í Evrópu er hvarvetna hægt að reikna með varaflugvelli í margfalt minni fjarlægð. 

Það skapar sérstöðu okkar. 

Íslendingurinn getur ekki hlaupið upp í hraðlest til Evrópu né öfugt. 

Langt mál er að fjalla um þetta. 

En nú verður að taka þann slag loksins almennilega á þeim fjölmörgu sviðum, þar sem sérstaða okkar er óumdeilanleg.  

Þótt það verði að viðurkennast að oft hafi menn teygt sig ansi langt þegar þeir hafa talað um "séríslenskar aðstæður", er nauðsynlegt að kryfa hvert mál sem best til mergjar og komast að sem traustastri niðurstöðu. 


mbl.is Verið að samþykkja óheft flæði raforku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þá ekki komin tími til að Gulli sem á að heita utanríkisráðherra Íslands fari vestur um haf og ræði við Trump því Obama setti öll samskipti við Ísland í frost og ekkert hefur gerst í samskiptum ríkjanna í MJÖG langan tíma

Grímur (IP-tala skráð) 7.6.2019 kl. 22:20

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Við erum með góðann varaflugvöll í 400 km fjarlægð frá KEF.

Vantar að vísu fleiri flugvélastæði og lengri braut, en samt sem áður góður varavöllur

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 8.6.2019 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband