Líka bönnuð á gangstéttum í Þýskalandi.

Notkun lítilla rafknúinna hlaupahjóla, (sem ég sting upp að kalla "raftítlur"), á gangstéttum hefur verið bönnuð í Þýskalandi að því er sjá mátti í fréttum á netmiðlum um daginn.

Svo er að sjá af notkun þeirra í Brussel að margir aki þeim djarflega og á það við um skutlið á þeim inn á milli bílanna, en kannski eru þær ekki eins hættulegar og sýnist fyrir ókunnuga. 

Það blasir hins vegar við að fólkið á títlunum er gersamlega óvarið fyrir áföllum, hjálmlaust og oft afar léttklætt; meira að segja títlan sjálf veitir enga vörn ef árekstur verður.

Reynslan verður að skera úr um það hvort og hvaða takmarkanir þurfi að gera til þess að þessi mjög svo einfaldi og umhverfisvæni fararmáti verður stundaður. Microlino

Þess má geta, að hönnuðir og framleiðendur Microlino bílanna nýju, sem eru byggðir á hugmyndinni að baki BMW Isetta fyrir 60 árum, urðu ríkir á framleiðslu á rafknúnum hlaupahjólum. 

Microlino byggist á afar snjallri hugmynd til að gera umferðina mun greiðari, en hefur einn ókost, sem varðar öryggi: Fætur þeirra tveggja, sem í rafbílnum sitja, eru alveg fremst í nefi hans og aðeins þunnur dyraþröskuldur og þunn hurð skilja að tærnar og ökklana frá því, sem hugsanlega yrði rekist á í árekstri.  

 

 


mbl.is Ökumaðurinn undir áhrifum fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband