Túrbínutrixið í fullum gangi og orkan fer annað.

Túrbínutrixið, sem síðuhafi hefur kallað svo, á hálfrar aldar afmæli á næsta ári. Það byggðist upphaflega á því að byrja fyrirhugaðar stórframkvæmdir á því að kaupa strax túrbínur í komandi virkjun, þótt nánast allt annað varðandi hana væri óafgreitt og ófrágengið. 

Trixið gekk út á það að ganga sem fyrst svo langt í framkvæmdum og aðgerðum að ekki yrði aftur snúið, heldur öllum aðilum málsins stillt upp við vegg með hótunum um að ef þeir mökkuðu ekki rétt, yrði þeim kennt um að hafa valdið stórfelldu fjártjóni ef þeir reyndu að andæfa. 

Hvalárvirkjun átti upphaflega að verða 35 megavött og tiltölulega einföld, en hefur verið blásin upp í 55 megavött með mörgum stíflum og lónum og raski langt umfram allt meðalhóf. 

Þeir, sem hafa andæft, eru stimplaðir sem óvinir Vestfjarða sem séu á móti rafmagni í þeim landshluta. 

Þó blasir við, að raunverulegir fjárfestar og eigendur Hvalárvirkjunar eru í örvæntingu á ferli víða um land við að reyna að afla orku í stað hratt dvínandi orku í gufuaflsvirkjunum á Suðurnesjum. 

Þeir þurfa að afla nýrrar orku til þess að uppfylla orkusölusamninga við stóriðjuna á Grundartanga, þannig að á endanum verður langlíklegasta niðurstaðan sú, að Vestfirðingar muni ekki fá eitt einasta megavatt til sinna nota. 


mbl.is „Miklu meiri framkvæmdir en þarf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband