60 kílóvattstunda rafbílum fjölgar. Sumar auglýsingar rugla fólk

Opel Ampera-e sem einnig er framleiddur undir heitinu Chevrolet Bolt er með 60 kílóvattstunda rafhlöðu, en til samanburðar má nefna að rafhlaða fyrstu gerðarinnar af Nissan Leaf var með aðeins 24 kílóvattstunda rafhlöðu. 

Sá bíll var með uppgefið drægi hátt á annað hundrað kílómetra, en við íslenskar aðstæður og kulda gat stundum þurft að skipuleggja aksturinn vel til að komast rúmlega 100 kílómetra á öruggan hátt. 

Miðað við það ætti 60 kílóvattstunda rafbílum á borð við Opel Ampera, Nissan Leaf og þeim gerðum Kia og Hyundai, sem eru með allt að 64 kílóvattstunda rafhlöður  að vera hægt að aka allt að 300 kílómetra á hleðslunni, sem þýðir, að það þurfi ekki að stansa nema einu sinni á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar. 

Síðuhafi hefur orðið var við að misskilningur myndist hjá fólki varðandi hybrid-bíla, sem eru auglýstir þannig, að þeir séu "sjálfhlaðandi" og þurfi því aldrei og sé raunar ekki mögulegt að kaupa á þá rafhleðslu. 

Margir álykta sem svo að hybrid bílarnir, tvinnbílarnir, hafi augljósa yfirburði yfir hreina rafbíla úr því að aldrei þurfi að kaupa á hybrid bílana raforku. 

Aldrei þurfi að borga fyrir raforku til að knýja hybrid bíl, eða tengja bílinn við rafhleðslubúnað úr því að raforkan verði sjálkrafa til í honum. 

Verða sumir væntanlegir kaupendur hissa þegar þeim er sagt, að eina utanaðkomandi orkan, sem þeir eigi eftir að þurfa að kaupa til að knýja nýja bílinn áfram, sé gamla góða bensínið.

Í framhalds umræðunni kemur það fram að helming tímans sem hybrid bílnum sé ekið, gangi hann fyrir sjálhleðslurafmagninu, en hinn helming tímans sé bensínvélin að störfum. 

Þarna væri nær að athuga hve miklu magni bílarnir eyði af bensíni miðað við ekna vegalengd, eina orkugjafanum, sem bíleigandinn verður að kaupa og getur keypt.

Því að enginn bíleigandi borgar beint fyrir orkugjafa eftir tímalengd. 

Þegar hybrid bíl er til dæmis ekið niður brekku, er auðvelt að láta rafmótorinn malla og jafnvel endurvinna orku, sem bensínvélin hafði orðið að búa til á leiðinni upp í þá hæð, sem brekkan hófst í.  

En ef skoðaðar eru eyðslutölur kemur í ljós, þegar flett er upplýsingum um bensíneyðslu, að með því að kaupa ákveðinn bíl af hybrid gerð í stað venjulegs bíls með sömu bensínvél, er eyðslusparnaðurinn í besta falli fjórðungur hjá hybrid bílnum en ekki helmingur. 

Og þegar ekið er á miklum hraða eftir hraðbraut neyðist ökumaður hybrid bíls til þess að láta bensínvélina hafa að mestu leyti eina fyrir öllu erfiðinu sem mikil loftmótstaða og núningsmótstaða veldur. 

Upplýsingar um bensíneyðslu tengiltvinnbíla eru miðaðar við formúlu, þar sem gert er ráð fyrir ákveðnum hlutföllum á milli langaksturs og stutts aksturs. 

Fræðilega séð er nefnilega hægt að aka tengiltvinnbílum þannig að eingöngu sé notað rafmagn, svo framarlega sem bílnum sé ekki ekið nema 20-30 kílómetra á milli hleðslna. 

En í formúlunni er gert ráð fyrir ákveðinni blöndu af langakstri og borgarsnatti og verður útkoman þá í kringum 2 lítra á hundraðið af bensíni, sem er langtum minna en nokkur "sjálfhlaðandi" tvinnbíll getur náð í sparneytni. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki söluvænt að láta tilvonandi kaupendur vita að umhverfisvæni bíllinn, hybrid, gengur 100% fyrir bensíni. Rétt eins og víða í veröldinni er rafmagnið á rafmagnsbílana framleitt með jarðefnaeldsneyti þ.e. gasi, olíu eða kolum. Hvaða umhverfismeðvitaði bílakaupandi vill bíl sem er knúinn kolum? Blekkingar, syndarmennska og léttar rangfærslur eru þess vegna það sem helst er notað til að selja þessa bíla. Rétt eins og það að hætta að nota plastpoka úr Bónus sem svo enda í brennsluofni eða grafið í jörð. Og drykkjarrör úr plasti sem fara sömu leið. Muni bjarga höfunum frá plastmengun. En enginn minnist á tannkrem, sápur og snyrtivörur sem eru margar örplast að uppistöðu eða tonnin af örplasti sem skolast út í sjó við þvott á gerviefnum. Okkur líður vel með blekkingarnar og sýndarmennskuna. Okkur finnst við vera að gera svo miklu meira en við erum raunverulega að gera. Og ef við erum heppin að skaða minna eftir en áður.

Vagn (IP-tala skráð) 17.6.2019 kl. 02:41

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eins og kemur fram í pistli mínum er raunverulegur ávinningur af hybrid-kerfinu um 20-25% samkvæmt eyðslutölum. Sjálfsagt er að viðurkenna þann árangur.

Hann byggist að mestu leyti á því, að rafhreyfillinn skilar orkunni þrefalt betur yfir í það að knýja bílinn en hreyfill og driflína bensínhreyfils. 

En mun einfaldari lausn er að skipta úr bensíni yfir í dísilolíu og dísilhreyfla, einkum á kaldari slóðum.

Varðandi það að raforkan í rafbílana í mörgum útlöndum komi frá kola- og olíuverum, ber að athuga það, að mun meiri samanlagður útblástur fylgir því að láta aflgjafa hundraða milljóna einstakra bíla fara um þá, heldur en nemur útblæstri orkuveranna, sem síðan nýta nýtni rafhreyfla bílanna. 

Jafnvel þar sem hlutfall jarðefnaeldsneytis er hæst, er ávinningurinn mjög stór hluti af heildarlosuninni. 

Á okkar landi dettur röksemdafærslan um kola- og olíuorkuver dauð niður, því að okkar orka kemur úr vatnsafls- og gufuaflsvirkjunum. 

Ómar Ragnarsson, 17.6.2019 kl. 19:36

3 identicon

Þetta er ekki alveg rétt með örplastið Vagn, það hefur einmitt verið bent á það í tengslum við þessi plastátök og herferðir farið af stað til að reyna að minnka notkun þess.

Karl K (IP-tala skráð) 17.6.2019 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband