Leikar æsast í keppni Airbus og Boeing.

Eftir að Boeing sýndist hafa farið illa út í því viðskiptastríði, sem háð er á tveggja ára fresti á flugsýningunni í París, og þurft að sætta sig við auglýsingu á pöntun 100 Airbus 321 XLR þotum á sýningunni, kemur nú tilkynning um tvöfalt stærri pöntun hjá British Airways á Boeing 737 MAX, og ekki bara það, heldur fráhvarf eiganda BA, IAG, frá því að kaupa Airbus þotur. 

Þetta þýðir að leikar æsast og verða spennandi, því að eftir langvarandi undanbrögð Boeing varðandi vandræðin með MAX þoturnar hefur efi vaxið um það að hægt verði að leysa þau mál. 


mbl.is Kaupa 200 nýjar Boeing 737 MAX vélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Það sem manni dettur fyrst í hug eru verð.  Boeing hlýtur að hafa neyðst að gefa eftir prísa í þessari stöðu.

P.Valdimar Guðjónsson, 19.6.2019 kl. 00:22

2 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

 Spurning hvort Brexit og nýafstaðin ferð Bandaríkjaforseta til Bretlands hafi eitthvað með þetta að gera?

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 19.6.2019 kl. 00:36

3 identicon

Reyndar er um viljayfirlýsingu að ræða en ekki pöntun. IAG, sem ætlar að panta vélarnar, á BA og sjö önnur flugfélög. BA er nú þegar með yfir 100 Boeing vélar og 150 Airbus. Og samkvæmt Forbes segir IAG þessar vélar fara til LEVEL og Vueling.      https://www.forbes.com/sites/marisagarcia/2019/06/18/loi-for-200-737-max-planes-is-cant-lose-for-iag-and-no-loss-for-airbus/#342ae6fe2f4c

Staða Boeing eftir afpantanir er þannig að þeir geta varla gefið þessar flugvélar. Og ef af kaupum verður þá er verðið sennilega ekki hagstætt fyrir Boeing þó auglýsingagildi þessarar yfirlýsingar sé ómetanlegt.

Vagn (IP-tala skráð) 19.6.2019 kl. 01:59

4 identicon

Margir ætla ekki að fljúga með 737 MIX vélunum...

GB (IP-tala skráð) 19.6.2019 kl. 04:33

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því miður gæti þetta mál líkst öðru máli, sem áður hefur verið minnst á hér á síðunni, en það fólst í því að farsælasti framleiðandi lítilla flugvéla í heiminum, Cessna, ætlaði sér að endurvekja forna frægð með yfirburða kennsluvél í flokknum LSA, sem gæti orðið arftaki Cessna 150 og 152, sem voru framleiddar í tugum þúsundum eintaka. 

LSA flokkurinn (Light Sport Airplane) miðast við 1320 punda hámarks heildarþyngd, en til að ná því marki höfðu ótal hönnuðir víða um lönd hannað nýjar, léttar tveggja sæta vélar með litlum 100 hestafla gíruðum hreyflum frá Bombardier (Rotax). 

Cessna hugðist hins vegar setja hinn þrautreynda hreyfil Continental 0-100 í Cessna 162, alveg nýja hönnun. 

En dæmið gekk ekki upp. Af einhverjum óútskýrðum orsökum fórust eða hlekktist nýju vélunum á í reynsluflugi og Cessna gafst upp við viðfangsefnið. 

Minnir á það þegar svo virðist sem hreyflarnir nýju á MAX vélunum hafi verið of stórir fyrir þær.

Sé svo, vofir sá möguleiki yfir, að dæmið verði jafn illeysanlegt og framleiðslan á Cessna 162 reyndist. 

Og þegar um er að ræða ítrasta flugöryggi, sem nú er meginkrafan, má enginn efi ríkja um neina flugvél í flugrekstri heimsins.  

Ómar Ragnarsson, 19.6.2019 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband