Snjallsíminn er alls staðar.

Lengi vel var hægt að álykta sem svo að það væru aðeins ökumenn, sem yllu árekstrum, slysum, meiðslum og jafnvel dauðsföllum, vegna þess að þeir væru á kafi í snjallsímum sínum undir stýri. 

En með fjölgandi hjólreiðamönnum kemur í ljós að þeir eru líka að lesa undir stýri, og þar með er ljóst að gangandi vegfarendur eru líka uppteknir í símanum eða heyra ekki neitt, vegna þess að þeir eru að hlusta á hljóðgræjur.  

Samkvæmd dómi bresks dómara átti síðuhafi því hugsanlega mikla sök á því þegar hjólreiðamaður að lesa, sem ekkert fylgdist með umferðinni á móti á hjólastíg,  hljólaði skyndilega í veg fyrir hann í vetur.

Sök þess, sem varð fyrir barðinu á hinu óvenjlega háttalagi birtist þá því, af því að ævinlega megi gera ráð fyrir því að hver sem er geti hvar sem er verið vís til þess að vera í snjallsímanum eða með alla 100% athygli sína við eitthvað annað en akstur, hjólreiðar eða göngu sína. 

Athyglisvert að lesa um þetta. 

Fyrir síðuhafa hefði þetta geta þýtt það, að ævinlega þegar hann er á ferð á mjóum hjólastíg og fær annan hjólandi mann á móti sér, verði hann að fara út af stígnum og stansa þar, á meðan hinn hugsanlega lesandi maður (hann var að reyna að lesa á ógreinlegan mæli á hjóliinu með því að rýna lengi niður fyrir sig og sá því aldrei umferðina á móti)

Ef umferðin um hjólastíginn er mikill, gæti þetta kostað það að öllum beri að halda kyrru fyrir á þeim forsendum, að ef einhver er á ferð, sé hann á kafi í því að lesa í stað þess að horfa fram fyrir hjólið. 


mbl.is Sér fram á gjaldþrot eftir árekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband