Lyftuferðin fræga.

Fróðlegt verður að vita hvort ný heimkynni biskupsstofu muni bjóða upp á möguleika til svipaðrar lyftuferðar og farin var fyrir aldarfjórðungi, þegar forsætisráðherra, biskup Íslands og gott ef ekki líka forseti Íslands voru saman á ferð í lyftu, sem festist. 

Um þetta orti Jóhannes Sigfússon, bróðir Steingríms J. Sigfússonar: 

 

"Illt í för það ávallt hefur 

ef menn storka giftunni; 

eru á ferli úlfur og refur 

í einni og sömu lyftunni."

 

Hendingin "Eru á ferli úlfur og refur..." er fengin að láni úr ljóði Gríms Thomsen um Arnljót Gellini, en svo sem ekki í fyrsta sinn, því að á sjöunda áratugnum orti Stefán Jónsson fréttamaður um starfsfélaga sinn, séra Emil Björnsson: 

 

"Séra Emil giftir og grefur; 

glatt er í himnaranninum. 

Eru á ferli úlfur og refur

í einum og sama manninum."

 

Eftir lyftuatvikið 1995 datt mér í hug að fara í veðmál og láta andvirðið renna til góðgerðamálefnis. 

Forsætisráðherra, biskupi og forsætisráðherra yrði boðið upp á lyftuferð frá 1.hæð á Austurbrún 2 upp á 12. hæð í þeirri lyftu sem er stærri lyftan, en er 60 sekúndur upp. 

Veðmálið gat varðað það hvort ég gæti kvatt þá á neðstu hæð og hlaupið það hratt upp stigann, að ég myndi opna fyrir þeim lyftudyrnar á 12. hæð og heilsa þeim þar. 

Á þessum tíma á miðjum sextugsaldri, átti ég að geta gert þetta og hefði orðið skemmtilegt að prófa það. 

En aldrei varð af því. 


mbl.is Kirkjuhúsið á Laugarvegi skal seljast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband