Rétt ákvörðun en tekin háskalega seint.

Gagnrýni Donalds Trumps á stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak og þátttöku í vanhugsuðu "Arabísku vori" í Líbíu og Sýrlandi átti við rök að styðjast. 

Forystufólk Bandaríkjanna hafði það sér til afsökunar, að það vanmat ástandið í þessum löndum stórlega og hvað arabíska vorið snerti náði það vanmat til bandalagsþjóða Kananna. 

Hugsanlega eru stríðsyfirlýsingar Trumps á ýmsum sviðum, þar á meðal í stórhættulegu og eldfimu ástandi í Miðausturlöndum, ætlaðar til þess að hræða þá, sem hann telur óvini Bandaríkjanna, svo að þeir fari að hugsa sem svo að forsetinn sé til alls vís. 

En þetta er háskalegur leikur sem getur sprungið út í stórstyrjöld eins og gerðist til dæmis þegar Fyrri heimsstyrjöldin hófst. 

Háskaástand, sem blásið er upp, eykur mjög hættuna á mistökum eða stigmögnun, sem verða til þess að aðilar máls missa það út úr höndum sér. 

Það eitt, að aðeins 10 mínútur hafi skilið að, annars vegar háskalega árás, sem enginn gat séð fyrir, hvaða afleiðingar hefði, og hins vegar að hætta við þegar komið var fram á ystu nöf, er hrollvekjandi og á ekki að þurfa að koma fyrir. 

Einkum er þetta hrollvekjandi þegar miðað er við þá yfirlýsingu Trumps, að ef honum finnist Íranir ekki þóknast sér, muni hann leiða gereyðingu yfir Íran.  


mbl.is Hætti við 10 mínútum fyrir árásirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Bjargaði hann heiminum 1983?  Stanislav Petrov - Wikipedia

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 23.6.2019 kl. 12:58

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

Hættan er engan veginn liðin hjá. Eins og við vitum er Trump eins og lauf í vindi og hefur umkringt sig mað forhertum stríðsglæpamönnum.

Borgþór Jónsson, 23.6.2019 kl. 14:12

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, og þeir Gorbatsjof og Reagan tóku aðeins við sér um hríð, en því miður í allt of litlum mæli.  Enn er í gildi allsherjarruglið MAD (Mutual Assured Destruction); - á íslensku GAGA (Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra). 

Ómar Ragnarsson, 23.6.2019 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband