Árið 1978 er komið aftur, enn á ný.

Nýsköpunarstjórnin 1944-1947 sprakk vegna ósættis um svonefndan Keflavíkursaming um viðveru Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli. Þó var ekki um bandaríska hermenn að ræða. 

1958 sprakk vinstri stjórn, sem hafði á stefnuskrá sinni að víkja varnarliðinu úr landi, en hafði heykst á því á stjórnartíma sínum. 

1974 gerðist svipað þegar ekkert varð af því að víkja hernum úr landi, þótt það væri á dagskrá vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar. 

1978 fór í gang "hringekja" við stjórnarmyndanir, og í fyrsta sinn var formanni Alþýðubandalagsins gefið umboð. 

Það rann út í sandinn, en þegar Ólafur Jóhannesson myndaði vinstri stjórn þetta ár, var í fyrsta skipti við myndun slíkrar stjórnar siglt fram hjá því að víkja hernum úr landi, og sat hann sem fastast í gegnum stjórnarsetu vinstri stjórnar 1988-1991. 

Í bæði skiptin var ástæðan sú, að Alþýðubandalagsmenn sáu, að þeir yrðu utan ríkisstjórna um alla framtíð ef þeir gerðu það að skilyrði að Ísland færi úr NATO eða víki hernum úr landi. 

2009 til 2013 sat vinstri stjórn án þess að hróflað væri við veru Íslands í NATO, en herinn var raunar farinn 2006. 

Ólíklegt er í ljósi sögunnar að Vinstri grænir láti ríkisstjórnarþátttöku sína og forsætisráðuneytið af hendi þótt umsvif Bandaríkjamanna aukist hér á landi. 

Og nefna má að í tíð vinstri stjórnarinnar 2009-2013 samþykktu Íslendingar með atbeina Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra árásir NATO í Líbíu, sem hafa síðar orðið umdeildar. 

Nú er utanríkisráðuneytið í höndum Sjálfstæðismanns, svo að hans atbeini að einhverju svipuðu á norðurslóðum sýnist ekki fjarlægur möguleiki.   


mbl.is „Hér verður ekki herseta á nýjan leik“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband