Kóróna og hjarta landsins.

Ekki er víst ađ allir átti sig á ţvi til fulls, hve mikils virđi ţađ er yfir land og ţjóđ og hve mikiđ fagnađarefni ţađ er, ađ Vatnajökulsţjóđgarđur sé kominn á Heimsminjaskrá UNESCO.Kverkfjöll og Herđubreiđ.

Ţađ er stórviđburđur ađ svona stórt og mikilfenglegt fyrirbćri sé á ţessari skrá svo ađ eftir sé tekiđ. 

Gildi svona gćđastimpils kemur skýrt fram ţegar skođuđ eru fyrirbćri erlendis sem eru međ hann og Vatnajökull er kóróna ţjóđgarđsins og lands okkar. 

Í kjölfar gleđi yfir ţessum tíđindum hljóta nćstu skref ađ felast í stćrsta draumnum, ađ gera ţjóđgarđinn enn stćrri og magnađri svo ađ hann nái yfir allt miđhálendiđ og innihaldi ekki ađeins kórónu landsins, heldur beri međ sóma heitiđ Hjarta landsins. 

Í tilefni dagsins er hér ljóđiđ "Kóróna landsins" ţar sem fariđ er frá norđurströndinni upp til Vatnajökuls. 

 

KÓRÓNA LANDSINS. 

 

Svíf ég af sć

mót suđrćnum blć

upp gljúfranna göng 

gegn flúđanna söng. 

Ţar flytur hver foss

fegurđarhnoss 

og ljúfasta ljóđ 

um land mitt og ţjóđ. 

 

Allvíđa leynast á Fróni ţau firn, 

sem finnast ekki´í öđrum löngum: 

Einstćđar dyngjur og gígar og gjár 

međ glampandi eldanna bröndum. 

Viđ vitum ekki´enn ađ viđ eigum í raun

auđlegđ í hraunum og söndum, 

sléttum og vinjum og urđum og ám 

og afskekktum, sćbröttum ströndum. 

 

Ţví Guđ okkur gaf 

gnćgđ sinni af 

í sérhverri sveit 

sćlunnar reit. 

 

Í ísaldarfrosti var fjallanna dís

fjötruđ í jökulsins skalla 

uns Herđubreiđ ţrýsti sér upp gegnum ís, 

öskunni spjó og lét falla. 

Er frerinn var horfinn varđ frćgđ hennar vís, 

svo frábćr er sköpunin snjalla. 

Dýrleg á sléttunni draumfögur rís 

drottning íslenskra fjalla. 

 

Ađ sjá slíka mynd

sindra í lind! 

Og blómskrúđiđ bjart 

viđ brunahraun svart! 

 

Beygđir í duftiđ dauđlegir menn 

dómsorđi skaparins hlíta. 

Framliđnar sálir viđ Öskjuvatn enn 

sig ekki frá gröf sinni slíta. 

Tunglfarar upplifa ósköpin tvenn;  

eldstöđ og skaflana hvíta. 

Alvaldsins sköpun og eyđingu´í senn

í Öskju ţeir gerst mega líta.  

 

Höll íss og eims. 

Upphaf vors heims. 

Djúp dularmögn, 

dauđi og ţögn. 

 

Endalaus teygir sig auđnin, svo víđ, 

ögrun viđ tćkniheim mannsins. 

Kaga viđ himin međ kraumandi hlíđ

Kverkfjöll í hillingum sandsins. 

Ísbreiđan heyr ţar sitt eilífa stríđ 

viđ eldsmiđju darrađardansins. 

Drottnandi gnćfa ţau, damalaus smíđ, 

djásniđ í kórónun landsins. 

 

Seytlar í sál 

seiđandi mál: 

Fjallanna firrđ, 

friđur og kyrrđ.  

 

Í Gjástykki ađskiljast álfurnar tvćr. 

Viđ Heklu´er sem himininn bláni. 

Í Kverkfjöllum glóđvolg á íshellinn ţvćr. 

Í Öskju er íslenskur máni. 

Ísland er dýrgripur alls mannkynsins, 

sem okkur er fenginn ađ láni. 

Viđ eigum ađ vernda og elska ţađ land, 

svo enginn ţađ níđi né smáni. 

 

Seytlar í sál 

seiđandi mál; 

fjallanna firrđ, 

friđur og kyrrđ, 

íshveliđ hátt, 

heiđloftiđ blátt; 

fegurđin ein 

eilíf og hrein. 

 

 


mbl.is „Til hamingju Ísland“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikiđ fagnađarefni. Ómar Ragnarsson á ómetandi ţátt í ţessum stóra áfanga.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráđ) 5.7.2019 kl. 16:12

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ţađ eru virkilegir skáldsprettir í ţessu hjá ţer Ómar.Stytt hefđi orđiđ enn betra finnst mér. En til hamingju međ ţetta, ţetta var virkilega fallegt.

Halldór Jónsson, 5.7.2019 kl. 18:20

3 Smámynd: Magnús Sigurđsson

Til hamingju Ómar, ţú átt ţinn stóra ţátt í ađ vekja athygli á ţessu mikilfenglega landsvćđi.

Magnús Sigurđsson, 5.7.2019 kl. 19:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband