"Heilög vé."

Þessi tvö orð notaði Guðni Ágústsson um Þjórsárver upp úr síðustu aldamótum, þegar uppi voru áform um svonefnda Norðlingaölduveitu. 

Orð Guðna vöktu athygli, enda sjaldan notuð opinberlega svo að það rati í fyrirsagnir.

Næst var það erlendur maður, einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna í nýtingu jarðvarma, gestur á 10 ára afmæli Ísor, sem notaði opinberlega hér á landi ensku orðin "sacrad earth" um þjóðgarðinn Yellowstone þegar hann hélt fyrirlestur um helstu jarðvarmasvæði Bandaríkjanna og sýndi kort af þeim á afmælismálþinginu. 

Jarðvarmasvæðin voru á kortinu táknuð með hringjum, misjafnlega ljósbláum, gulum eða rauðgulum, eftir því hve öflug þau væru sem hitavatnssvæði eða háhitasvæði. 

Einn hringjanna á kortinu vakti sérstaka athygli, langstærsti og eldrauðasti hringurinn vinstra megin fyrir miðju korti. 

Í lok fyrirlestursins benti bandaríski sérfræðingurinn á hringinn og sagði: "Þetta er Yellowstone, lang, langöflugasta háhitasvæði Bandaríkjanna, og þar er líka mikil vatnsorka. En við Yellowsone verður aldrei snert, þar eru heilög vé." ("sacred earth").

Þegar farið er yfir helstu undur veraldar í vönduðum erlendum bókum þar um, vekur athygli að hinn eldvirki hluti Íslands er þar ofarlega á blaði á sama tíma og Yellowstone kemst sums staðar ekki á blað. 

Og það var athyglisvert að ofangreind ummæli bandaríska sérfræðingsins vöktu enga athygli íslenskra fjölmiðla.


mbl.is Undurfagur og sögufrægur félagsskapur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband