Brýn nauðsyn að kolefnisjöfnunin virki sem fyrst, helst strax.

Það eru vissulega stórar tölur sem koma út úr því að rækta skóg til kolefnisjöfnunar. 

En það hefur verið upplýst, að vegna þess hve seint og illa sé í rassinn gripið, sé brýn nauðsyn á því að gripa til aðgerða, sem virka strax eða sem allra fyrst.Náttfari, Léttir og RAF

Skógrækt og landgræðsla eru auðvitað mikilvæg, en það að fara til dæmis yfir á rafbíl, sparneytna og ódýra bensínvespu, að ekki sé nú talað um að nota rafreiðhjól, virkar eins fljótt og unnt er til að minnka útblásturinn nánast strax. 

Tölurnar í tilrauninni með rafreiðhjól, létthjól með 2,2 á 100 km og 95 km hámarkshraða og umhverfismildasta rafbíl landins hvað snertir orkueyðslu:  

Rafreiðhjólið:  0,3 krónur á km.

Rafbíllinn:  3,0 kr / km. 

95 km hraða vespan:  5,5 kr / km.  

 

Í sparaksturskeppni FÍB var sparneytnasti bíllinn í þjóðvegakstri dísilbíll með 10 kr / km. 

Upphæðin líklega nokkrum krónum hærri í innanbæjarakstri. 

 

 

 


mbl.is Er kolefnisjöfnun kjaftæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hægt væri að kolefnisjafna allan akstur Íslenska bílaflotans, og gott betur, ef Kolviður fengi til skóræktar helming af kolefnisgjaldinu sem lagt er á eldsneyti. Sem ég skil eðlilega þannig að ég sé búinn að kolefnisjafna hvern dropa oftar en einu sinni og oftar en tvisvar við hver kaup við dæluna.

Síðan má fara að huga að því hvort trjámengun sé ekki orðin næg hér á landi. Víða er hætt að sjást í landslag fyrir trjám. Athuga í alvöru hvort ekki sé ástæða til að fara með þessa trjárækt úr landi.

Vagn (IP-tala skráð) 11.7.2019 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband