Bimmerinn, sem fer sjálfur í bílskúrinn.

Það virðast engin takmörk fyrir því hve mikla tækni og sjálfvirkni er hægt að innleiða í lúxusbílana á okkar dögum.  

Til viðbótar við Rolls-Royce lúxusbílinn sem greint er frá í tengdri frétt má bæta BMW lúxusvagninum, sem eigandinn kemur á og stansar á fyrir utan heimili sitt. 

Um leið og maðurinn er stiginn út úr bílnum, fer bíllinn sjálfur af stað og sendir boð til dyrabúnaðar bílskúrsins, sem opnar dyrnar og kveikir ljós svo að bíllinn geti sjálfur ekið inn, stansað, drepið á sérj, slökkt ljósin og lokað dyrunum. 

Ekki fylgdi sögunni hvort bíllinn gæti sett miðstöðina sjálfur i gang morgunin eftir, farið í gang, kveikt ljósin, opnað dyrnar, bakkað út og sótt eigandann. 

En það ætti ekki að vera meira vandamál en að bíllinn fari sjálfur inn. 

P.S.  Kolefnisfótspor Rollsins er ekki "sótspor" eins og segir í fréttinni á mbl.is.  Það eru dísilbílar sem eru með sótspor. 


mbl.is Óðurinn til gleðinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband