Orkueyðslan samsvarar 0,15 l. á hundraðið. 110 kr Rvík-Akureyri.

Það er hægt að taka undir orð Jökuls Sólbergs Auðunssonar varðandi hina gríðarlegu hagkvæmni, sem felst í notkun rafreiðhjóla, og ekki síður hve skemmtilegur og hressandi þessi ferðamáti er. Náttfari við Engimýri

Auðvitað nýtist þessi ferðamáti best á stuttum leiðum innanbæjar, en meðal vegalengd innanbæja er ekki nema um 30 kílómetrar. 

Mótbárur vegna óhagstæðs veðurs hafa reynst léttvægar, og auðvelt með nútíma klæðnaði að klæða slíkt léttilega af sér meira en hálft árið og í raun mest allt árið. 

Og það er hægt að negla dekkin fyrir hálkuna á veturna. 

Í reynsluferð án nokkurs atbeina fótanna frá Akureyri til Reykjavíkur 2016 eyddi hjólið Sörli rafmagni fyrir 110 krónur samtals.Sörli,Bakkasel

Í ferðinni voru pedalarnir aftengdir, þannig að rafhlaða hjólsins sjálfs knúði það alla leiðina án aðstoðar fótaafls. 

Orkueyðslan samsvarar 0,15 lítrum af bensíni á hundraðið!

Ákveðið var að útloka fótaaflið, svo að ekki væri hægt að segja að matarneysla með kolefnisfótspori vegna fótavinnunnar væri hluti af orkueyðslunni. 

Fjárfestingin í farartækinu var alls 300 þúsund krónur sem er aðeins lítið brot af verði bíls.  


mbl.is Brosir meira á rafmagnshjóli en í bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Treystir þú þer til að hjóla þessu hjóli Reykjavík til Akureyrar án þess að nota petala og nota sömu orku.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 23.7.2019 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband