Götuskilti, húsnúmer og hjólastígar eru líka hlutar af vegakerfinu.

Gott er að athygli sé beint að merkingum í vegakerfinu, því að þær eru bæði nauðsynlegar og víðfeðmar, og víða þörf á endurbótum. Um allt land má til dæmis sjá illa staðsett götuskilti, en þau eru mikilvæg fyrir ökumenn til að finna rétta leið til að fara. 

Stækkandi tré skyggja oft á skiltin. Skortur á húsnúmerum er víða tilfinnanlegur og það skapar almennt Geirsnef.Hjólabrauthættu, þegar ökumenn þurfa að óþörfu að beina allri athygli sinni að því að leita að skiltum og merkingum. 

Enn vantar talsvert upp á að skilti sýni meginleiðir í hjólastígakerfinu og úr því á annað borð er verið að merkja miðjur hjólastíga með hvítum strikum, er bagalegt þegar þeim og öðrum línum á stígunum er ekki haldið við, því að þau eru öryggisatriði í skammdeginu og áttu til dæmis þátt í slysi, sem síðuhafi lenti í í vetur.  


mbl.is Hendinni kastað til við vegmerkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sýnist flestir ökumenn líka hægja á sér til að fá broskall þar sem boðið er upp á hraðamælingar. Á góðum bíl þá er bara svo auðvelt að renna upp fyrir hámarkshraðann án þess að átta sig á því - því ekki fer öskubakkinn að hristast eða stýrið að titra á nýrri bílum

Grímur (IP-tala skráð) 22.7.2019 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband