Þessu hefði Tom Lehrer aldrei órað fyrir.

Tom Lehrer var afar snjall og beittur háðfugl í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum og þótti ansi djarfur í spádómum sínum um sumar hluti. 

Í geimferðakapphlaupinu við Sovétmenn nýttu bæði þeir og Bandaríkjamenn sé fremstu eldflaugasérfræðingana, sem leiddu eldflaugagerð Þjóðverja í stríði þeirra við Bandamenn. 

Lehrer samdi, söng og spilaði lag um Werner von Braun, sem var yfirmaður eldflaugaáætlunar Bandaríkjamanna, og lagði von Braun þessi orð í munn í lok lagsins: 

"In German or English I know how to count down 

und I´m learning Chinese says Werner von Braun."

Mörgum þótti Lehrer full djarfur um þennan spádóm sinn um að Kína myndi rísa úr öskustó og taka þátt í eldflaugakapphlaupi og var hlegið dátt að fjarstæðunni. 

En Lehrer hefði varla órað fyrir því að Indverjar myndu geta sent menn til tunglsins í fyllingu tímans. 

Og Indverjar eru orðni feykilega öflugir í iðnbyltingu sinni og fylgja fast á eftir Kínverjum í því efni.

Það aka meira að segja bílar, smíðaðir á Indlandi, á götunum hér á landi.  


mbl.is Indverjar senda flaug til tunglsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Indverjar hafa lengi átt vísindamenn í fremstu röð. Nægir að nefna Nóbelsverðlaunahafana tvo í eðlisfræði: C.V. Raman og Subrahamanyan Chandrasekhar (Chandrasekhar's limit) og í efnafræði: Venkatraman Ramakristnan.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.7.2019 kl. 14:26

2 identicon

Fundu Indverjar ekki upp "arabíska" talnakerfið?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 23.7.2019 kl. 17:13

3 identicon

Subrahamanyan Chandrasekhar (1910-1995). Chandrasekhar limit, eða Chandrasekhar massi kemur við sögu á lokaskeiðum stjörnuþróunar. Sé massi útbrunnins stjörnukjarna minni en Chandrasekhar mörkin myndar hann hvítan dverg, en sé hann meiri myndast nifteindastjarna eða svarthol. Chandrasekhar massinn er um 1,4 sólarmassar.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.7.2019 kl. 19:09

4 identicon

Fáir töldu að Sovétmenn og Bandaríkjamenn yrðu þeir einu um aldur og ævi sem smíðuðu eldflaugar til að komast út í geim. Þú ert ekki sá fyrsti, þó hópurinn sé lítill, sem hefur haldið að þróun í tækni og vísindum lúti landamærum og hafi náð eins langt og komist verður og orðið agndofa þegar náð er lengra. Undrun þín er ekki almenn og fordómarnir frá miðri síðustu öld.

Vagn (IP-tala skráð) 23.7.2019 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband