"Force majeure".

Þessi tvö frönsku orð eru alþjóðlegt heiti á því fyrirbæri þegar ófyrirséðar og óumflýjanlegar aðstæður setja eitthvað úr skorðum, það er, eru óviðráðanlegar. 

Það var alveg ófyrirsjáanlegt að nýju flottu Boeing 737 Max vélarnar hjá Icelandair yrðu kyrrsettar, og ef einhverju var um að kenna, voru það framleiðendurnir en ekki flugfélögin, sem hefðu átt að koma með fullar bætur. 

Skyndilega varð til mikil samkeppni um leiguvélar, og vélar, sem voru jafn sparneytnar og með jafnmikil nýjustu tækniþægindi voru áreiðanlega ekki á hverju strái. 

Nú berst Icelandair þar að auki fyrir tilveru sinni og gat því varla farið að leigja miklu stærri og dýrari þotur. 

 


mbl.is „Við skiljum að einhverjir séu óánægðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Thad er hálfgalid ad aetlast til thess ad Flugleidir greidi farthegum baetur, thó their hafi ekki flogid i Max vélum. Allir komust sinnar leidar og thví med öllu óskiljanlegt ad einhverjir vilji fá baetur. Baetur fyrir hvad? Huglaegt tjón? Flugu med Benz en ekki BMW? Alger steypa og samtökum neytenda til hádungar og skammar.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 24.7.2019 kl. 04:36

2 identicon

Las ekki "Við skiljum að einhverjir séu óánægðir", fyrr en eftir lestur ummæla Halldórs Egils. En mikið er ég honum sammála. Væl og skæl eins og í óþekkum krökkum. Svona neytendasamtök vil ég ekki sjá, hálfvitagangur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.7.2019 kl. 08:18

3 identicon

Sem sagt, ef þið rækjuð bílaleigu og keyptuð inn búnt af (ófyrirsjáanlega) ónothæfum bílum, þá er það bara allt í fína?

Eða ef þið kaupið heimilisbíl sem svo er kyrrsettur, þá er það bara væl og skæl að þurfa að labba í vinnuna?

Hugsi menn nú aðeins betur........ 

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.7.2019 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband