Skjálftinn stóri 1963. Hús hristust í Reykjavík.

Fróðlegt getur verið að rikja það upp í sambandi við jarðskjálftann norður af Siglufirði í nótt, að 1963 varð miklu stærri jarðskjálfti upp á meira 6 stig á svipuðum slóðum, en þo heldur vestar.  

Sá skjálfti var svo öflugur að hann fannst allt suður til Reykjavíkur. 

Á efstu hæð nýrisinnar blokkar að Austurbrún 2 fannst sveifla á efsta hlutanum greinilega. 

Þá, eins og nú, fylgdu þær upplýsingar að skjálftinn væri á þekktu brotabelti, kennt við Tjörnes. 

Furðu litlar skemmdir urðu 1963 á mannvirkjum og engir umtalsverðir eftirskjálftar. 

Tveir minnisverðir skjálftar hafa valdið miklu tjóni norðanlands, skjálftinn harði á Dalvík 1934, og skjálftinn á Kópaskeri 1976. 


mbl.is Jarðskjálfti norðan við Siglufjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband