Afríkuloftslagið sækir á. Því var spáð.

Ymsar tölvuspár varðandi hlýnun loftslags hafa sést síðasta aldarfjórðung. Sameiginlegt flestum er að loftslag á sunnanverðu meginlandi Evrópu verði smám saman líkara loftslaginu í Norður-Afríku, þurrt og heitt.   

Að vísu sé ekki hægt að útiloka styttingu Golfstraumsins vegna vaxandi útstreymis kalds og létts leysingavatns frá jöklum Grænlands og Íslands sem breiðist yfir hinn þunga, salta Golfstraum, en það gæti leitt af sér "svalan blett" suðvestur af Íslandi.  

Í vor barst þurrt og heitt sandmistur alla leið frá Sahara norður til Íslands. 

Og tvívegis hafa komið hitabylgjur hingað norður í sumar. 

Þegar litið er til síðustu áratuga liðinnar aldar vekur athygli að norðaustlægar áttir sem áður voru kaldar, eru nú hlýjar vegna þess að þær koma frá suðrænum loftmössum, sem koma frá meginlandi Evrópu og breiða úr sér yfir Norðurlöndum og rekur síðan þaðan úr norðaustri yfir til Íslands. 

Í fyrrasumar voru margfalt meiri skógareldar í hita og þurrki í Svíþjóð en dæmi eru um áður.  


mbl.is Hitamet fallin í París og Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband