Kalifornía hafði forystu í umhverfismálum frá 1970.

Á síðari hluta sjöunda áratugarins var svo komið í bandarískum borgum á borð við Los Angeles, að sótsvört þoka byrgði sýn dögum saman, og það súrnaði í augum á fólki.

Fyrirbærið var kallað "smog", sem er afbrigði af orðinu "fog." 

Þetta var á þeim tímum, þegar Ameríka var mikil og Trump saknar mjög. Um götur og hraðbrautir flykktust bensínhákar, drekar upp á hálfan sjötta metra á lengd, þúsundum saman og spúðu blýi og hvers kyns óþverra út í loftið til þess að hægt væri að ná á fimmta hundrað hestöflum úr átta gata rokkunum í hverjum bíl. 

Þá tóku Kaliforníumenn við sér og settu sín eigin lög og reglur um hreinsun útblásturs.

Á þessum árum voru bílaframleiðendur í Evrópu byrjaðir á að setja beinar innspýtingar og elektróniskan búnað í bíla sína til þess að minnka útblástur og halda samt aflinu, og í kjölfarið fylgdu í Evrópu yfirliggjandi kambásar til að auka nýtni, snúningshraða og afl. 

En Kaninn hélt fast við orðtakið "það kemur ekkert í staðinn fyrir kúbikin" með marghólfa blöndungum og lágsnúninga 300-425 sleggjum ásamt lélegum mengunarbúnaði, sem felldi til dæmis aflið á 302 cubic vélinni úr rúmlega 200 hestöflum brúttó niður í 120 hestöfl nettó. 

Hámarkssnúningur um 3000 snún / mínútu. 

Frumkvæði Kaliforníu fór að smita út frá sér og önnur ríki og loks alríkisumhverfisstofnunin gengu í málið. 

Og enn í dag gefur Kalifornía fordæmi um ábyrgðarfulla tilhögun í útblástursmálum. Það munar um minna, því að í þessu ríki einu er sjöunda stærsta hagkerfi heims.   

 


mbl.is Kalifornía semur við bílaframleiðendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband