Verður samið við landeigendur?

Tilkynning Vegagerðarinnar vegna Ófeigsfjarðarvegar vekur ýmsar spurningar. 

Vegagerðin segist ekki standa fyrir framkvæmdunum, heldur hafi hún framselt hana til Vesturverks og muni ekki standa í vegi fyrir þeim.

Þar með hljóta margir á álykta sem svo að Vegagerðin standi á bak við framkvæmdirnar. 

Í tilkynningunni kemur fram að Vegagerðin hafi beint þeim tilmælum til Vesturverks, sem hún hefur framselt vegarbreytinguna til, að hafa samráð við landeigendur um breytingar á veginum og hugsanlegar breytingar á landi. 

Þetta hefur oft reynst loðið orðalag varðandi framkvæmdir.

Sem dæmi má nefna að af og til haldnir samráðsfundir vegna lagningar nýrra háspennulína á suðvesturhorni landsins, þar sem niðurstaðan á þessum fundum virðist oft vera eins konar einræða af hálfu línulagnarmanna þar sem ekkert tillit er tekið til ábendinga og sjónarmiða náttúruverndarfólks. 

Spurningin varðandi Ófeigsfjarðarveg er því opin um það, hvort samráðsfundur eða fundir Vesturverks muni nokkru breyta í því efni að Vesturverk haldi sínu striki.  


mbl.is Stendur ekki fyrir framkvæmdunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband