Enn og aftur valda hreyflar vandræðum fyrir Boeing.

Þótt það sé hugbúnaðurinn á Boeing 737 Max vélunum sem veldur vandræðum fyrir framleiðandann, er undirrótin sú, að ný og mun hagkvæmari gerð hreyfla fyrir þessa stærð af þotum, var það mikið fyrirferðarmeiri en fyrri hreyflar, að færa þurfti þá framar og ofar á vængjunum, en það olli aftur svo miklum breytingum á flugeiginleikum þotunnar þotunnar, að útbúa þurfti sérstakan auka hugbúnað til að ráða við hana á öllum flugstigum, einkum eftir flugtak. 

Og enn og aftur valda nýir hreyflar vandræðum fyrir Boeing, nú fyrir miklu stærri þotu, Boeing 777-8 breiðþotu.  

Allt frá fyrsta flugi Wright bræðra hafa flugvélahreyflar ráðið ferðinni í framförum í vélflugi. 

Á tímabili voru þriggja hreyfla vélar eins og Junkers 52 og Ford Tri-motor vinsælar í byrjun farþegaflugs, og á síðari hluta 20. aldar voru Boeing 727, Douglas DC-10 og Lockheed Triatar vinsælar, enda gildu þá takmarkanir um flug tveggja hreyfla þotna yfir úthöfin. 

Með stærri og öruggari hreyflum ruddu stórar breiðþotur eins og Boeing 777 og Airbus A350 sér til rúms, enda mikill sparnaður fólginn í því að hafa hreyfla sem fæsta. 

Þess vegna koma vandræði með slíkar vélar sér afar illa núna samhliða 737 Max vandræðunum. 


mbl.is Boeing frestar framleiðslu á 777X-breiðþotu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta rétt hjá þér, Ómar. Miðað við það sem ég hef lesið eru vandræðin með 777X allt önnur, óskyld þeim hjá 737 MAX. GE risahreyflarnir GE9X fyrir 777X hafa ekki staðist öll tests. Einn hluti þolir ekki álagið, tærist. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.8.2019 kl. 19:46

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það eina sem er sameiginlegt vandræðunum á 777 og 737 er tengt hreyflunum. En auðvitað eru hugbúnaðarvandræðin vegna 737 allt annars eðlis en vandamálin varðandi hreyflana á 777-8. 

Ómar Ragnarsson, 15.8.2019 kl. 22:19

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það eina sem er sameiginlegt vandræðunum á 777 og 737 er að hreyflarnir koma við sögu. En auðvitað eru hugbúnaðarvandræðin vegna 737 allt annars eðlis en vandamálin varðandi hreyflana á 777-8. 

Ómar Ragnarsson, 15.8.2019 kl. 22:20

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Seinni athugasemdin er nákvæmari. 

Ómar Ragnarsson, 15.8.2019 kl. 22:21

5 identicon

En nú nota Airbus GE NEO mótora án vandræða. En er tæring sem kemur fari þeir undir 777x?

ólafur vigfús (IP-tala skráð) 16.8.2019 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband