Ansi langsótt að Mini 20.aldar og Mini 21. aldar séu sami bíllinn.

Í hverjum bíl eru mörg þúsund einstakir hlutir. Ólíklegt er hins vegar að í Mini 20. aldarinar sé einn einasti hlutur sá sami og í Mini 21. aldarinnar. Nema að nafnspjaldið Mini sé eins á þeim báðum. Mini og Mini

Af Mini 1959 til 2000 voru framleidd um 5,5 milljón eintök og sá bíll hefur verið talinn næst mikilvægasti bíll sögunnar, næst á eftir Ford T. 

Mini 21. aldarinnar má miklu frekar skilgreina sem minnsta BMW bílinn heldur en bílinn, sem snillingurinn Alec Issogonis hannaði. 

En það er óhætt að hrósa framleiðendum nýja Mini fyrir það að þeir hafa náð lygilega langt í því að hanna bílinn með svipuðum aksturseiginleikum og hins gamla, þótt minnsta gerðin af þeim nýja sé tvöfalt þyngri en sá gamli, og stærstu gerðirnar af nýja Mini séu næstum tonni þyngri og 1,3 metrum lengri en sá gamli. 


mbl.is 10 milljónir Mini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband