Engir geta átt land í Grænlandi.

Grænland hefur þá sérstöðu meðal landa í sínum heimshluta, að enginn eignarréttur manna er til í því landi, heldur á Grænland sig sjálft. 

Þetta hefur valdið og vedlur enn ýmsum vandkvæðum vegna þess hvað þetta rekst á þá hugsun, em er í löggjöfinni sem komin er frá Dönum. 

Hinn grænlenska hugsun er þekkt meðal Ínúíta og svipuð hugsun ríkti hjá Ingólfi Arnarsyni við landnámið í Reykjavík, þar sem heimilisguðirnir eða vættirnir í öndvegissúlunum, urðu að friðmælast við landvættina. 


mbl.is Segir Dani ekki geta selt Grænland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur ekki James Ratcliffe átt land í Grænnlandi?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.8.2019 kl. 17:06

2 identicon

Edit: Grænlandi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.8.2019 kl. 17:08

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er athyglivert. Vissi þetta ekki um Grænland: Ríkið á allt land þar.

Við landnám á Íslandi var þessu hins vegar ekki þannig farið. Landnemar eignuðust landið með því að fylgja ákveðnum reglum um nám þess.

Það væri áhugavert að vita hvort það, að ekki er hægt að kaupa land á Grænlandi, hafi haft neikvæð áhrif á efnahag landsins. Það er ekki ólíklegt, enda veigra flestir sér við að fjárfesta í fasteignum eða atvinnuuppbyggingu þegar aðstæður eru þannig.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.8.2019 kl. 20:48

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, þetta vissi ekk ég heldur Þorsteinn

Halldór Jónsson, 16.8.2019 kl. 20:56

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta einfaldar málið.  Þá er bara að mæta og lýsa yfir eiganrrétti.  Grænland sjálft getur svo reynt að gera eitthvað í því.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.8.2019 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband