Falleg eyja. Af hverju ekki talað um ferkílómetra?

Í flestra huga þykir Tenerife fallegri og fjöllóttari eyja en Gran Canaria. En það viðhorf byggist oft á því að hafa aðeins skoðað austur- og suðausturströnd Gran Canaria frá Las Palmas suður til Puerto Rico þar sem loftslag er mun þurrara en hinum megin á eyjunni. 

En vesturströndin ef mun brattlendari og með meira fjallalandslag en austurströndin, og í góðu veðri er hægt að aka mjög fallega leið norður yfir hæsta hluta eyjarinnar og njóta þaðan góðs útsýnis norður til Las Palmas. 

Í tengdri frétt er talað um 6000 hektara land. Það er yfirleitt ekki nógu goð þjónusta við neytendur, sem verða litlu nær við að sjá þá tölu. 

Þetta þjónustuleysi er alsiða en lítið mál að laga þetta með því að taka tvö núll af tölunni og fá út 60 ferkílómetra. Því að hver ferkílómetri er 100 hektarar.  

Þá er fljótlegt að gera sér grein fyrir flatarmálinu með þvi til dæmis að sjá í hendi sér, að 6 x 10 kílómetrar eru 60 ferkílómetrar. 


mbl.is Stjórnlausir gróðureldar á Gran Canaria
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Í samanburði, þá er Kópavogur 80 ferkm.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 20.8.2019 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband