Ótryggð, föðurlandssvik og andstyggð að vera ekki sammála Trump.

Bandarikjaforseti heldur áfram að keyra endurkjörsbaráttu sína áfram með því gamla trixi nota skiptinguna "við-þau hin" um sem flesta, sem honum er illa við. 

Hann taldi um daginn fjórar bandarískar stjórnmálablökkkonur hafa fyrirgert rétti sínum til að búa í Bandaríkjunum, af þvi að þær gagnrýndu ýmislegt í landinu og vildu færa til betri vegar. Skyldu þær hypja sig til þeirra eymdarlanda blökkufólks, sem þær ættu ættir að rekja til. 

Nú sakar hann þá Gyðinga í Bandaríkjunum sem kjósa Demokrata, um ótryggð og nánast föðurlandssvik, og er það svo sem ekki í fyrsta sinn í heimssögunni, sem þeir fá slíkar kveðjur. 

Það nýjasta er að flokka viðbrögð forsætisráðherra Danmerkur við kröfu Trumps um að kaupa Grænlands sem andstyggileg. 

Sú var eitt sinn tíð að valdasjúkir einvaldar lögðu undir sig lönd og þjóðir með hervaldi, en það er engu líkara en að Trump telji í ljósi viðkiptaferils síns að ekkert sé eðlilegra en að hægt sé að kaupa lönd og þjóðir með peningum. 

Sá, sem ekki trúir því og andmælir, hann telst vera andstyggilegur.   


mbl.is „Andstyggileg“ viðbrögð Frederiksen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Sæll Ómar.

Það er víst vel gleymt og grafið
þegar Vilhjálmur Stefánsson lagði til við
Bandaríkjastjórn að Ísland yrði 51. stjarna
Bandaríkjanna.

Stjórnvöld Íslendinga þá höfðu frétt af
því að pappír hefði verið fundinn upp og
með góðum hug mætti rita þau orð á blað
að fjaðrafok yrði ekkert vegna málsins.

Vonandi berast þessar góðu fréttir af pappír
og ritföngum til Damerkur því ekki er öllum hent
að lesa uppúr hatti sínum!

Húsari. (IP-tala skráð) 21.8.2019 kl. 19:37

2 identicon

Donald Trump er skelfilegt "embarrassment to US." Hvernig endar þetta?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.8.2019 kl. 19:44

3 identicon

Haukur! Donald J. Trump verður endurkjörinn forseti
        Bandaríkjanna 2020!

Húsari. (IP-tala skráð) 21.8.2019 kl. 20:07

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Eihvern tíman var sagt: Það er allt til sölu, þetta er bara spurning um verð!

Sigurður I B Guðmundsson, 21.8.2019 kl. 20:53

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Hverja á að spyrja?

Mette Fredriksen? Stefan Löfven? RÚV?

Eða Grænlendinga sjálfa?

Hvað vilja þeir? 

Halldór Jónsson, 21.8.2019 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband