Hvílík breyting á sumrin á nokkrum árartugum!

Ef lesinn væri upp listi yfir allar þær menningar- og bæja- og byggðahátíðir, sem nú eru orðnar fastur liður í lífinu hér á landi á sumrin, myndi sá langi og stóri listi stinga heldur betur í stúf við sams konar lista frá því fyrir 30 til 40 árum. 

Sumarið virðist raunar vera heldur stutt til þess að mæta eftirspurninni, helgarnar of fáar. 

Ekki er munurinn minni varðandi þátttöku fólksins, þar sem á fjölda stærstu hátiðanna koma hátt í hundrað þúsund manns.  

Svona á þetta að vera! Nauðsyn þess að kunna að gera sér dagamun er mikil í önn og erli nútíma þjóðfélags, ekki síður en hvíldardagurinn var nauðsyn á dögum Krists. 

 


mbl.is Mikil gleði í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ein mesta tilhlökkun í den,

var Sumargleðin.

Þá voru sveitarböllin uppá sitt besta og

allir biðu eftir því hvar og hvenær hún spilaði.

Endalausar góðar minningar.

Sigurður Kristján Hjaltested, 24.8.2019 kl. 22:14

2 identicon

Sigurður minnist nú á Sumargleðina. En það má ekki gleyma að Sumargleðin er byrjuð aftur í nýrri mynd. Sumargleðin er haldin í Kaplakrika hvert ár þar sem þusundir ungmenna skemmta sér vel án áfengis og vímuefna. En ég spilaði einmitt þar sl. vor!

Ingi Bauer (IP-tala skráð) 25.8.2019 kl. 12:47

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síðasta ár Sumargleðinnar var 1986 þegar hin nýja tíð var að ganga í garð með stórbættum samgöngum, sólarandaferðum og myndbandaleigum. 

Um leið lauk 40 ára tímabili héraðsmótanna 1946-1986, en Sumargleðin var beint framhald í þróun þeirra síðustu 15 árin. 

Ómar Ragnarsson, 25.8.2019 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband