Fríverslun við Kana; gömul hugmynd Jónasar frá Hriflu.

Jónas Jónsson frá Hriflu, sem vel mætti útnefna sem stjórnmálamann 20. aldarinnar eftir að hann átti stærstan þátt í að móta flokkakerfið, var sérstæður stjórnmálamaður hvað varðaði sýn á utanríkismál, menntamál og byggðamál. 

Jónas fór árlega til útlanda, bæði vestur og austur um haf til að víkka sýn sína og var langt á undan samtíma stjórnmálamönnum hér heima í mörgu hvað varðaði utanríkismál, því að flestir íslenskir stjórnmálamenn voru lítt sigldir. 

Strax fyrir stríð sá Jónas fyrir sér að stöðu Íslands og öryggismálum yrði best borgið undir verndarhendi Engilsaxa, eins og hann kallaði gjarnan Bandaríkjamenn og Breta, og reyndist hann sannspár í því efni. 

1945 óskuðu Bandaríkjamenn eftir því að fá þrjár herstöðvar á Íslandi til 99 ára, Keflavíkurflugvöll, Hvalfjörð og Skerjafjörð. 

Ráðamenn í öllum flokkum höfnuðu þessari hugmynd eindregið, - allir nema Hriflu-Jónas. 

Hann hvatti til samninga við Bandaríkjamenn sem byggðust á því að fá allsherjar fríverslunarsamning við Bandaríkjamenn. Slíkt yrði afar mikilvægt fyrir okkur, en Bandsríkjamenn myndi ekkert muna um þetta vegna smæðar okkar.  

Annar afi minn, sem var á lista Framsóknarmanna í Reykjavík 1934 deildi um þetta mál við hinn afa minn og rökstuddi stuðning sinn við Jónas með því, að í þessum samningum yrði sæst á að sleppa herstöðinni í Skerjafirði og semja til 50 ára; sem sagt að fara milliveg eins og oft er gert í samningum. 

En ekkert þessu líkt gerðist beint, en í raun reyndist Jónas forspár um hermálið, því að svo fór, að Bandaríkjamenn fengu bæði Keflavíkurflugvöll og stöð í Hvalfirði 1951 og varnarliðið var hér í rúm 50 ár. 

En enginn fríverslunarsamningur var gerður. 


mbl.is Trump sagður vilja semja við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Jónas var forspár maður og framsýnn. Hvað annað sem hann var nú óneitanlega sem ekki þykir til fyrirmyndar þá var hann heill í þessu.

Halldór Jónsson, 24.9.2019 kl. 15:13

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvernig var tollum háttað inn til USA á velmektardögum Iceland Seafood og Sambands? Var tollfrelsi ef fiskurinn var fluttur sem blokk þangað til fullvinnslu þar í landi?

Halldór Jónsson, 24.9.2019 kl. 15:18

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Í ræðu Matthíasar Bjarnasonar ráðherra á Alþingi 13.03.1983, en matthías var í Sjálfstæðisflokknum þar til flokkurinn gekk úr Matthíasi síðar, eins og gesrt hefur nú aftur með orkupakkanum,kemur eftirfarandi fram:

"Athugun á útflutningi okkar til Bandaríkjanna sýnir að helstu útflutningsvörur okkar eru að mestu tollfrjálsar í Bandaríkjunum. Þannig er enginn tollur á frystri fiskblokk, frystri rækju, frystum humri, frystum hörpudiski, þorskalýsi og niðursoðinni reyktri síld. Heilfrystur og ísaður fiskur er tollfrjáls nema karfi, 0,5 senta tollur er lagður á pundið.

Tollur á frystum flökum er 1,875 sent á pund fyrir fyrstu 15 millj. pundin og mun sá tollur gilda um allt innflutningsmagnið frá og með árinu 1987. Þessi magntollur svarar því til 1,25% verðtolls.

Hins vegar eru tollar á ullarvörum 15-20% ásamt magngjaldi, 2-31 sent á pundið.

Tollur á ullarlopa og ullarbandi er sem næst 9%.

Ekki verður séð að tollar séu sérstakur þrándur í götu aukinna viðskipta við Bandaríkin. Einna helst er bent á að allháir tollar séu á ullarvörum í Bandaríkjunum, en útflutningur íslenskra ullarvara til Bandaríkjanna hefur verið hverfandi lítill í samanburði við heildarútflutninginn eða innan við 5% að undanförnu.

Þá hefur verið bent á að allháir tollar séu á unnum fiskafurðum. Af þeim sökum hefur hins vegar verið byggt upp mjög öflugt fiskvinnslu- og fisksölukerfi á vegum Sölusambands hraðfrystihúsanna og Sambands ísl. samvinnufélaga eins og öllum hér er kunnugt."

Öllu þessu hefur verið glutrað niður og allt kerfið sem var í USA eyðilagt.

Halldór Jónsson, 24.9.2019 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband