Magnaðir þættir BBC um sólkerfið.

Nú er búið að sýna fyrstu tvo þætti BBC um sólkerfið okkar og það þarf ekki að orðlengja það, að áhorfandinn sekkur niður í sófann við að horfa á þessa snilld og upplifa djúpa lotningu fyrir því yfirgengilega sköpunarverki sem við erum hluti af. 

Í báðum þáttunum mátti sjá myndir frá Íslandi, sem notaðar voru, einkum þegar fjallað var um mars. 

Það er ekki furða, því að síðustu 20 ára hafa margir af færustu sérfræðingum um mars komið til Íslands vegna þess hve margt er líkt á Íslandi og mars 

Athyglisverð voru ummælin sérfræðings þess efnis, að það myndi vekja meiri undrun ef það kæmi í ljós í frekari rannsóknum á mars, að þar hefði aldrei verið líf, heldur en hitt, að þar hefði verið líf á því timabili sem þessir systurhnettir, jörðin og mars, voru með frekar líkar aðstæður. 

Og vísindamaðurinn bætti svipuðum ummælum við hvað varðaði að finna líf á mars nú. 

Ýmsar ástæður voru nefndar fyrir því að jörðin slapp við örlög mars sem missti mestallan lofthjúp sinn út í geiminn fyrir rúmum 3,5 milljörðum ára og missti sömuleiðis segulsviðið. 

Hvort tveggja hélt velli á jörðinni og hélt hlífiskildi yfir myndun lífsins. 

Meðal þess, sem jörðin naut, var að vera tvöfalt stærri í þvermál en mars og því með meira aðdráttarafl. 

Í fyrsta þættinum fyrir viku vakti fjölmargt athygli, og má þar nefna möguleikanna á á því að Titan, stærsta tungl sólkerfisins, myndi ef til vill geta skartað lífi eins og jörðin eftir meira en þrjár milljónir ára. 


mbl.is Ekkert áhlaup til að sjá geimverurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef ekki séð þessa þætti, en hér er líklega átt við Wonders of the Solarsystem, þættir sem prófessor Brian Cox gerði fyrir BBC fyrir mörgum árum. Á bókina Wonders of the Solarsystem eftir Cox og Andrew Cohen. Einnig Forces of the Nature eftir sömu höfunda, bækur sem urðu til vegna þessara þátta. Þá er bókin The Quantum Univere: Everything that can happen does happen, eftir Brian Cox og Jeff Forshaw mjög athyglisverð. Í þessum verkum kemur orðið sköpun (creation) ekki fyrir, enda ekki við hæfi. Sköpunarverk þarfnast skapara, a creator, a supernatural Being, en slíkt er ekki til. Við vitum að Big Bang gerðist fyrir 13.72 milljörðum ára (takið eftir nákvæmninni, tveir aukastafir), síðan myndaðist sólkerfið okkar og reikistjörnur, þar á meðal blessuð Jörðin. Þar sem líf kviknaði fyrir 3500 milljónum ára sem síðan hefur orðið að öllu lífi sem nú er á Jörðinni. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.9.2019 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband