Erfiðir dagar fyrir kuldatrúarmenn.

Nú eru erfiðir dagar fyrir þá sem hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarið og hangið á 0,1 gráðu, sem hitinn í Reykjavík var í ágúst undir meðalhita þess mánaðar síðasta áratug. 

En þessa tölu töldu þeir sanna, að fullyrðingar "40 þúsund fífla í París" um hlýnun lofthjúps jarðar, væru úr lausu lofti gripnar.  

0,1 stig í ágúst í Reykjavík átti sem sagt að vera marktækari tala en meðalhitinn á allri jörðinni! 

Þessa dagana falla hitamet í september í hrönnum hér á landi, og júlí var sá hlýjasti frá upphafi mælinga, og hlýtur kuldahrollur að fara um kuldatrúarmenn við þau tíðindi. 

Og sumarið, mælt frá 9 stiga meðalhita að vori til 9 stiga hita að hausti hefur lengst um meira en þrjár vikur á síðusu öld. 


mbl.is Áfram hlýtt en glittir í haustlægðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, ekki eyða þínum tíma í það að útskýra fyrir fávísum hlýnun Jarðar. Eins vonlaust og að útskýra fyrir þeim afstæðiskenningar Einsteins eða skammtafræði Plancks og Heisenbergs. Allir vísindamenn heims styðja þá kenningu að hlýnunin sé af mannavöldum, ekki síst vegna gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu, t.d. CO2, sem eykst ár frá ári og er í dag komið í 415 ppm eins og lesa má á minnisvarða við öskju Oks. Enda segir okkar ágæta Greta Thunberg: Unite behind Science. Ísland hefur aldrei verið land vísinda, enda þau fræði lítið stunduð hér, við einfaldlega of fátæk. Vantar samt ekki að ófáir þykjast hafa vit á öllum á milli himins og Jarðar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.9.2019 kl. 10:23

2 identicon

Thunberg sigldi yfir hafið til að sleppa við að fljúga og fékk mikla umfjöllun. Síðan þurfti að setja skútuna í fraktara og sigla með hana til baka yfir hafið og áhöfnin flaug heim. Það fékk minni umfjöllun.

Ráðstefnur um hnattræna hlýnun þurfa að vera nálægt góðum flugvöllum. Bæði til að þotur geti lent með ráðstefnugesti og hægt sé að geyma fjöldann allan af einkaþotum þeirra sem mæta.

Stjórnvöld segja eitt og gera annað. Kolabrennsla eykst hröðum skrefum, jafnt hér á landi sem annarstaðar. Kolefnisskattar hér á landi fara í rekstur ríkisins en ekki í það að jafna kolefnislosun með ræktun skóga. Skipulagðar eru byggðir og vegir á svæðum sem fara á kaf ef ekki kólnar.

Og glópahlýnunarsinnar blogga sem aldrei fyrr um hitamet og ástandið frá upphafi mælinga eins og það sé upphaf veðurs. Efast ekki eitt augnablik um það að veður breytist ekki nema því sé breytt af manna völdum. Skrifa fjálglega um hvað vísindalega ósannaðar kenningar þeirra séu mikil vísindi og hagfræðingar, tannlæknar og sálfræðingar fremstu vísindamenn í loftlagsfræðum.

Og glópahlýnunarsinnar verða síðan undrandi þegar allir taka ekki trúna.

Vagn (IP-tala skráð) 27.9.2019 kl. 12:33

3 identicon

Það má þessi Vagn eiga, hann er góður penni. Hef því vissa ánægju af því að lesa hans texta. Þrátt fyrir bullið.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.9.2019 kl. 14:02

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Flórída breyttist í feneyjar í fyrra og á manhattan vaða menn sjó í mitti samkvæmt Inconvenient truth frá Al Gore. Hver efast um fullyrðingar mannsins sem fann upp internetið? Það hefur litið verið fjallað um þetta í fjölmiðlum sem og hinn skelfilega atburð að Maldive eyjar séu neðansjávar í dag. Gagnrýnivert að fjölmiðlar skuli finnast það fréttir.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2019 kl. 15:52

5 identicon

Morgunblaðið 31 okt. 2012, Sandy.

Napur að sjá var New York bær

neyðarástand á flestum þar

við landtöku rumdi sollinn sær

svarraði brim um göturnar.

Öldurnar báru upp blakkan sand

brutu þar sérhvern varnargarð

glymjandi hrannir gengu á land

grönduðu því sem fyrir varð.

Riðlaðist um á feykna fart

fála af æsing drifin var

á Manhattan ríkti myrkur svart

múgur var felmtri sleginn þar.

Pétur Blöndal?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 27.9.2019 kl. 16:40

6 identicon

Hvernig getum við átt erfitt þegar búið er að dæma hokkíkylfu-myndina falsaða?

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 28.9.2019 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband