Bók á réttum tíma. Efni í stórmynd?

Rétt eins og Draumalandið, bók Andra Snæs Magnasonar, fékk gríðargóðar viðtökur 2006 og var afar áhrifamikið innlegg í baráttu umhverfis- og náttúruverndarfólks, eru það afar góðar fréttir að nýja bókin hans Um tímann og vatnið fái mun hraðari og víðtækari viðtökur heima og erlendis en fyrri stórvirki þessa ritsnillings. 

Í kjölfar bókarinnar Draumalandið var gerð samnefnd kvikmynd sem hafði ekki síður mikil áhrif en bókin.  

Nú má sjá fyrir sér, miðað við það hve sögusvið bókarinnar Um tímann og vatnið er víðfemt og teygir jafnvel anga sína allt frá auðnum heimsskautanna upp í bráðnandi jökulheima Himalayafjalla, að hægt verði að gera sannkallaða stórmynd á grunni bókarinnar.  

 


mbl.is Ánægjulegt að tala við heiminn samtímis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er gaman að eiga landsmann eins og Andra Snæ sem maður getur verið stoltur af. Ekki síst fyrir okkur sem erum búsettir fyrir utan landsteinana.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.10.2019 kl. 21:55

2 identicon

edit: ...erum búsett....

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.10.2019 kl. 09:42

3 identicon

það finnst mörgum gott að sækja stuðning og staðfestingu í rit sem þeir telja góða bók. Sækja þangað sannleikan og fullvissu fyrir því hvað hinir eru vitlausir. Þannig rit verða oft áhrifarík og vinsæl og höfundarnir lofaðir og dáðir. Góð dæmi eru Kóraninn, Biblían, Mein Kampf, Kommúnistaávarpið, Mormónabók o.s.frv.

Vagn (IP-tala skráð) 11.10.2019 kl. 12:27

4 identicon

Vagn (12:27) gleymdi: On the Origin of Species, A Brief History of Time, The God Delusion, Cosmos, The Elegant Universe etc.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.10.2019 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband