Hvað um úrtöluraddirnar varðandi landeldið?

Leikmenn um fiskeldi hafa hingað til orðið að hlíta þeim dómi aðdáendum sjókvíaeldis, að einungis sé hægt að stunda fiskeldi í sjókvíum vegna þess að landeldið sé alltof dýrt. 

En spyrja hinir sömu leikmenn: Hvers vegna gengur það dæmi um að fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish á Tálknafirði er með sína seiðaeldisstöð uppi á landi? 

Spurningin verður enn áleitnari vegna þess að eigendurnir segjast meira að segja geta stækkað þessa stöð verulega.  

Mikið væri nú gott fyrir almenning að fá nánari útskýringar á þessu. 


mbl.is „Eina stöð sinnar tegundar á Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Svarið við þessari spurningu er tiltölulega einfalt og ætti að vera flestum skiljanlegt.

Lax þarf ferskt vatn (ósalt) framan af æfi, þess vegan eru seiðastöðvar ekki í sjókvíkum. Þegar seiðin ná ákveðnum þroska ganga þau í gegnum ákveðna breytingu þannig að þau þola að vera í saltvatni (þar sem meira æti er að finna fyrir villtan lax). Í eldisfiski er reynt að láta þessa breytingu verða þegar fiskurinn hefur náð uþb 100 gr stærð. Hins vegar er honum ekki slátrað fyrr en hann er orðinn uþb 5 kg þungur, eða 50 x stærri en þegar hann var settur í sjó.

Ef það ætti að ala fiskinn sem kemur úr seiðastöðinni í Tálknafirðiupp í sláturstærð þyrfti því 50 eins stöðvar og gæti orðið erfitt að finna þeim stað þó ekki væri annað.

Þetta er nú ástæðan fyrir því að hvergi nokkurs staðar í veröldinni hefur tekist að stunda landeldi á laxi með arðbærum hætti. Og jafnvel þó það tækist einhvern tíma í framtíðinni yrði það ekki gert hér á landi heldur nær mörkuðum. 

Hólmgeir Guðmundsson, 18.10.2019 kl. 16:05

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir þetta, Hólmgeir. Eins og sést á orðalagi mínu varðandi það að ég sé að tala fyrir munn leikmanna, þá hafa upphrópanir gengið á víxl í þessu máli, sem skort hefur útskýringar. 

Ómar Ragnarsson, 18.10.2019 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband