Samdráttarskeið eru stundum aðeins eitt til tvö ár.

Eftir margra áratuga stöðuga verðbólgu hér á landi þar sem samdráttarskeið stóðu iðulega í mörg ár, var afar sjaldgæft að samdráttarskeið stæðu í aðeins eitt eða tvö ár. 

Og það voru oft aflabrögð eða óvæntir atburðir, sem réðu miklu um stórfelldar hagsveiflur hér á landi. 

Má sem dæmi nefna síldarbrestinn og verðfall á erlendum fiskmörkuðum sem skópu samdráttarskeiðið sem varð 1966 til 1970; -  samdráttarskeiðið, sem hófst á alþjóðlegaa vísu 1980 vegna olíukreppunnar í kjölfar Klerkabyltingarinnar í Íran - og samdráttarskeiðið frá 1990 og stóð fram undir aldamót. 

En til eru ýmis dæmi um samdráttarskeið, sem eru furðu stutt eins og samdráttarskeiðið í Bandaríkjunum 1938 og samsvarandi samdráttarskeið á Íslandi, sem var mest afleiðing af missi saltfiskmarkaðarins á Spáni vegna borgarastyrjaldarinnar þar. 

Síðan skall stríðið á í september 1939 og í báðum löndunum, sem voru hlutlaus í byrjun, varð uppsveifla; - í Bandaríkjunum vegna vopnaframleiðslu og á Íslandi vegna hernáms Breta. 

Í Bandaríkjunum varð samdráttarskeið 1958, sem varaði aðeins í eitt ár.    


mbl.is Skammvinnt samdráttarskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

sem skópu samdráttarskeiðið sem varð 1966 til 1970; -  samdráttarskeiðið, sem hófst á alþjóðlegaa vísu 1980 vegna olíukreppunnar í kjölfar Klerkabyltingarinnar í Íran - og samdráttarskeiðið frá 1990 og stóð fram undir aldamót. 

Hvað hefði skeð ef einherjum hefði dottið í hug kannski 1950-1960  að þjóðarsjóður gæti bjargað þjóðinni frá einhverjum áföllum í þá famtíðinni. Rafmagnið frá Sogsvirkjunum hefði verið skattlagt og lagt á Wallstreet í traust fyrirtæki eins og Emron t.d? Heði það hjálpað í síldarleysinu eða ísöldinni sem þá hófs?

Halldór Jónsson, 19.10.2019 kl. 01:08

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

1950-60 héngum við á horriminni vegna samdráttar eftirstríðsáranna og hefðum lent í þjóðargjaldþroti ef við hefðum ekki fengið hlutfallslega mestu Marshallaðstoð sem nokkur stríðshrjáð þjóð fékk. 

Ómar Ragnarsson, 19.10.2019 kl. 23:04

3 identicon

minnir nú reyndar að samdráttarskeiðið 1966  - 1970 hafi verið lengra 1973 þurftu stjórnvöld að afnema verðbólguvísitölu af húsnæði svo menn misstu ekki íbúðir sínar. kom ekki 66.kreppan í kjölfar afleiðingar hafta. stóriðjan kom og létti róðurinn um stundasakir. nú á víst að koma " eitthvað annað " það virðist ekki vera góður grunur af velgengni. hvernig menn reikna niðursveiflur skil ég ekki. ríkið virðist alltaf þurfa að stjórna hagkerfinu. þar sem fyrirtæki kunna ekki að koma sér upp sjóðum fyrir kreppurnar það var bara gott að forseti bandaríkjanna  misgildi kane því þá hefði NEW deal aldrei orðið til. hann skildi hvað framleiðsla þýddi. en kunni ekki eins vel á bókhaldsbrellur     

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 20.10.2019 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband