Flugið lítilsmetið þar sem vagga þess var.

Sú var tíð fyrir um tíu árum að hver galaði upp í annan að gera flugvöll á Hólmsheiði í stað núverandi Reykjavíkurflugvallar. 

Forðast var að leita álits þeirra sem höfðu reynslu af flugi, sem gæti gagnast við að meta þetta flugvallarstæði, en þeir menn komust að gagnstæðri niðurstöðu, að borgarflugvöllur á Hólmsheiði væri hið mesta óráð. 

Síðan kom hið rétta í ljós og nú er aldrei minnst á töfraorðið Hólmsheiði, heldur svonefnt Hvassahraun, sem er engu skárri kostur. 

Meira að segja er ekkert hraun til sem heitir Hvassahraun, heldur er það heiti á eyðibýli og smáhýsi, sem er hinum megin við Reykjanesbraut. Hið umrædda hraun er á svæði, sem heitir Almenningar og aðliggjandi hraun heitir Afstapahraun. 

Svo einbeittur er viljinn til þess að koma fluginu í burtu frá vöggu þess í Reykjavík, að þegar haldin er samkeppni um miðstöð samgangna í höfuðborginni, er flugið ekki haft með heldur ætlunin að tjasla upp á tímburkofaþyrpingu, sem fyrir mörgum áratugum var orðin gersamlega úrelt og úr sér gengin. 


mbl.is Gamla flugstöðin verður endurgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband