Enn vandast Maxmálið.

Bloggpistill um Boeing 737 Max, sem er aðeins næturgamall hér á síðunni, er þegar orðinn úreltur hvað það varðar, að málið heldur áfram að verða vandasamara, því að fleiri stoðir renna enn undir það hver staða þess er. 

Þótt vonir standi enn til þess að hægt verði að endurbæta MCAS stjórnkerfið, er hugsanlega ekki útséð um hvort hægt verði að klára þannig lofthæfi Max þotnanna, að komist verði hjá því að breyta þotunum að öðru leyti það mikið, að það þurfi endurnýjaðan feril fyrir lofthæfi og nýja tegundarviðurkenningu sem kallar á mikinn aukakostnað vegna endurþjálfunar þeirra mörgu sem hafa atvinnu af því að fljúga þessum þotum og sjá um viðhald þeirra. 


mbl.is Starfsmenn Boeing vissu af vandamálum MCAS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband