Spurning um útreiknaða áhættu.

Morguninn sem Boeing 737 Max flaug síðasta flug sitt með farþega frá Íslandi til Evrópu átti síðuhafi pantað far með vélinni til Brussel. 

Vegna kunningsskapar inn í innsta hring flugstjóra Icelandair fékkst góð lýsing á málinu, sem leiddi af sér eftirtalinn áhættuútreikning: 

Nú er flugöryggi orðið svo mikið í heiminum að milljón flugvélar fljúga flug af þessu tagi árlega án dauðaslyss flest árin. 

Segjum að áhættan fyrir hvern farþega sé einn á móti milljón. 

Segjum að áhættan sé einn á móti tíu þúsund á eigin smáflugvél. Það er samt hundrað sinnum meiri áhætta en í venjulegu farþegaflugi. 

Á grundvelli upplýsinga og grófs áhættuútreiknings var ferðin því farin. 

Þegar Comet þoturnar fórust, tafðist það í sex ár að hægt yrði að fljúga þeim aftur. 

Og þá gekk dæmið upp, en Boeing 707 og Douglas DC-8 höfðu náð forskoti. 

Í byrjun ferils Airbus þrjúhundruð seríunna hjá Airbus tók sjálfvirkt kerfi ráðin af flugstjórunum þegar þeir flugu lágt og hægt eftir flugbraut þar sem var flugsýning, en sjálfvirka kerfið vildi ekki samþykkja þetta afbrigðilega flug og flugstjórarnir gátu ekki klifrað vélinni aftur. 

Þetta olli því að Airbus seldi enga þotu af þessari gerð í heil tvö ár, en tókst með stórri söluherferð og sérkjörum til fyrstu kaupenda ao brjóta ísinn. 

Hvað gerist nú með Boeng 737 Max? 


mbl.is Ferðamenn „dauðhræddir“ við 737 MAX
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

There are two kind of statistics, the kind you look up and the kind you make up.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.10.2019 kl. 17:24

2 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Í þriðju síðustu málsgrein Ómar, segir þú eftirfarandi:

Í byrjun ferils Airbus þrjúhundruð seríunna hjá Airbus tók sjálfvirkt kerfi ráðin af flugstjórunum þegar þeir flugu lágt og hægt eftir flugbraut þar sem var flugsýning, en sjálfvirka kerfið vildi ekki samþykkja þetta afbrigðilega flug og flugstjórarnir gátu ekki klifrað vélinni aftur. 

En segðu mér Ómar, olli þetta slysum á fólki eða jafnvel dauðsfölum að flugstjórarnir gátu ekki klifrað vélinni aftur ?  Ef ekki, þá er þessu atviki engan veginn saman að líka við af leiðingarnar af ítrekuðum vandræðagangi flugstjóra margra Boeing 737 Max 8 sem endaði með þeim skelfilegu afleiðingum, eins og flestum mun kunnugt, að tvær af þessum vélum fórust með mörg hundruð manns innanborðs.

Daníel Sigurðsson, 20.10.2019 kl. 23:43

3 identicon

https://www.google.ch/search?source=hp&ei=o9qtXdoNy7KTBYOguLgO&q=air-france-flight+296&oq=Air-France-Flug+296&gs_l=psy-ab.1.0.0i22i10i30l2j0i22i30.2406.2406..4688...0.0..0.122.122.0j1......0....2j1..gws-wiz.Cwk9AuQGETA

Daníel (23:43). Hér er slóðin (link) í Wikipedia Air France Flight 296, 1. janúar 1988, hjá Basel - Habsheim. Er öllum aðstæðum kunnugur, en við flugum oft svokallað "Sprit-Flug" til Habsheim frá Basel. Tók aðeins nokkrar mínútur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.10.2019 kl. 16:26

4 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Takk fyrir linkinn Haukur.

Ég tek mér bessaleyfi að birta hér nokkrar málsgreinar (undirstrikanir og feitletranir eru mínar.

Air France 296 was a chartered flight to demonstrate the brand-new Airbus A320 on 26 June 1988. The aircraft was the very first fly-by-wire airliner, meaning the controls were all managed via computer and electronic inputs rather than traditional mechanical means. Most passengers were journalists and raffle winners on the demonstration flight, which was to leave Paris to conduct a scenic tour and fly-by pass over the Habsheim aerodrome before returning to the airport.

The fly-by was planned to be conducted at 100 feet altitude over the runway at Habsheim, but the pilots' unfamiliarity with the airport led to them passing over at 30 feet instead. They were not aware of the treeline ahead of them until the plane was about to collide. The first officer applied full power, but the A320 did not climb fast enough and plowed into the trees. The branches and leaves clogged the engines, causing them to fail and the plane to crash. The dense forest tore off the right wing, igniting the fuel inside. While all passengers survived the initial crash, the dense foliage around the aircraft and the spreading fire made egress difficult. Ultimately, 3 passengers were killed when they were trapped in the burning wreckage.

Ultimately, the cause of the accident was attributed to pilot error. However, the pilots believed that the new computer system in the A320 had serious flaws which led to the disaster. Many of the advanced systems in the A320 were integrated with what is called "flight envelope protection", which prevents the pilots from conducting maneuvers which could endanger the structural integrity of the aircraft. When full power was applied to the engine to climb above the trees, the pilots tried to pull the plane up to increase lift. However, the computer entered "alpha protection mode" and prevented the elevators from responding because of the increased risk of stalling at such low speed and aircraft attitude.

Despite this, the pilots were ultimately in error for their low altitude, low speed and late response. The captain was charged with involuntary manslaughter and served 10 months in prison. The A320 has since become a very successful airliner, with over 8,000 having been built.

Daníel Sigurðsson, 21.10.2019 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband