Sú var tíð ...

Sú var tíð að einstaka fyrirtæki gátu fengið á sig stimpilinn "óskabarn þjóðarinnar." 

Á fyrri stríðsárunum var það Eimskipafélag Íslands, og á árunum eftir seinna stríðið SÍBS. 

Samið var sérstakt einkennislag fyrir SÍBS og Reykjalund eftir höfund, sem kallaði sig listamannsnafninu Reyni Geirs.  

Síðuhafi kann þetta ágæta lag enn, sem þjóðin sönglaði á meðan hún styrkti þetta merka líknarstarf, sem markaði tímamót. 

Síðar kom í ljós að höfundurinn var Knútur Magnússon, starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu, og ef síðuhafa misminnir ekki, var hann einnig höfundur Hreðavatnsvalsins, sem er fyrir löngu orðið klassískt. Renault 46 og RAF

Já, það var stemning yfir þessu öllu, sem nauðsynlegt er að endurheimta. 

Efnt var til happdrættis með vinningi, sem var nýjung á þeirri tíð, splunkunýr bíll af gerðinni Renault Juvaquatre. 

Bílar af þessari gerð höfðu verið kyrrsettir á svæði þar sem nú er Hagamelur vegna deilna um innflutningsleyfi. Fengu viðurnefnið Hagamýs. 

Nettir fjögurra sæta ódýrir og liprir fernra dyra smábílar, allir svartir. Renault Hagamús ´46

Foreldrar síðuhafa keyptu einn miða sem skrifaður var á þrjá syni þeirra. 

Þetta reyndist vera vinningsmiði, en litlu munaði að honum yrði hent, því að þegar fyrst var tilkynnt um hann, var uppgefið númer með einn rangan tölustaf. 

Bíllinn reyndist því á pappírnum fyrsti bíllinnm sem síðuhafi var skráður eigandi að, aðeins sjö ára gamall. 

Nú er fallegt eintak af svona bíl á fornbilasafninu í Borgarnesi, og auðvitað tekin af honum mynd við hlið síðasta smábílsins, sem hefur komist á skrá síðuhafa sem umráðamanns. 


mbl.is Uppsagnir lækna mikið reiðarslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

"Síðuhafi kann þetta ágæta lag enn,
sem þjóðin sönglaði á meðan hún styrkti þetta...".

Ævintýrin gerast enn!!

Húsari (IP-tala skráð) 22.10.2019 kl. 01:14

2 identicon

Síðuhafi þetta og síðuhafi hitt.
Til hvers er þetta tal í þriðju persónu sem er þar að auki rangt? Ertu orðinn svona merkilegur með þig Ómar?
Síðuhafi er ekki einu sinni réttnefni því þetta er ekki ein síða heldur vefur margra síðna, allar á sama undirvefnum sem hefur slóðina omarragnarsson.blog.is.
Komdu bara niður á jörðina, það er enginn svo merkilegur að hann/hún þurfi að tala um sig í þriðju persónu. Ekki einu sinni Ómar Ragnarsson. :-)

Nonni (IP-tala skráð) 22.10.2019 kl. 01:51

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eigandi blog.is , það er Morgunblaðið, hefur hingað til fengið að orða þetta þannig að viðkomandi haldi úti bloggsíðu eða sé með bloggsíðu. 

Kvörtun um þetta orðalag ætti að beinast að þeim í Hádegismóum. 

Ómar Ragnarsson, 22.10.2019 kl. 08:42

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Margir hafa nú hingað til talið eintóna notkun orðanna ég-mig-mér-mín vera merki um merkilegheit og sjálfhverfu. 

Nú bregður svo við að sá sem felur sig á bak við dulnefni, telur slíka notkun vera merki um hið gagnstæða, en notkun 3. persónu hámark merkilegheita og sjálfhverfu.  

Ómar Ragnarsson, 22.10.2019 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband